Erlent

Afsláttarfargjöld á háu verði

Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. Afsláttarfargjöld Sterling voru kynnt í gær og tekur blaðið til samanburðar fargjald Sterling á milli Kaupmannahafnar og Tallin í Eistlandi og flugfélagsins Flynordic á sömu leið. Miði á hálfvirði með Sterling kostar rúmar þrettán hudruð krónur danskar, en miði á fullu verði með Flynordic kostar aðein rúmar fjögur hundruð krónur. Afsláttarmiðinn hjá Sterling er því meira en þrisvar sinnum dýrari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×