Innlent

Kólumbískar fjölskyldur setjast að

Þrjár kólumbískar fjölskyldur komu hingað til lands síðastliðinn föstudag á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna en Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands hjálpar fólkinu við að laga sig að íslensku samfélagi. Þórir Guðmundsson er sviðsstjóri útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. Hvað koma margir flóttamenn hingað til lands í ár? Það koma alls 31 flóttamaður frá tveimur löndum. Hvaðan koma þeir? Annars vegar frá Kosovó og hinsvegar frá Kólumbíu. Kólumbísku flóttamennirnir koma reyndar frá tveimur stöðum; annars vegar frá flóttamannabúðum í Ekvador og svo frá Kosta Ríka. Hvernig verður þeim hjálpað að laga sig að íslensku samfélagi? Þeir fá aðstoð frá stuðningsfjölskyldum og það vill svo vel til að okkur hefur að mestu tekist að fá einstaklinga sem tala spænsku til að aðstoða fólkið frá Kolumbíu. Þessar stuðningsfjölskyldur kenna þeim á íslenskt samfélag eftir fremsta megni. Krakkarnir fara í íslenska skóla þar sem þau fá sérstaka kennslu í íslensku og öðru sem lýtur að íslensku samfélagi og eins fá allir flóttamennirnir íslenskukennslu. Þessi aðstoð sem við veitum ásamt Reykjavíkurborg hefur hlotið talsverða athygli manna víðs vegar að sem starfa að þessum málum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×