Erlent

Lítil von um samþykkt umbóta á SÞ

Í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna var í gær enn unnið hörðum höndum að því að bjarga því sem bjargað yrði af ályktun um umbætur á samtökunum sem vonast er til að leiðtogar aðildarríkjanna 191 muni geta fallist á að samþykkja. Leiðtogafundur SÞ hefst í dag og stendur fram á föstudag. Er leiðtogarnir voru byrjaðir að tínast til New York virtist hins vegar lítil von til þess að slíkt samkomulag næðist. Ályktuninni var ætlað að verða eins konar leiðarvísir að stofnanaumbótum sem búa myndu samtökin í stakk til að gegna hlutverki sínu með skilvirkari hætti en hingað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×