Erlent

Kallaði á frekari brottflutning

MYND/AP
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ítrekaði í dag þá kröfu Palestínumanna að Ísraelar yfirgæfu landnemabyggðir á Vesturbakkanum og í Austur-Jerúsalem, daginn eftir að 38 ár hersetu Ísraela á Gasaströndinni lauk. Í ávarpi í palestínsku sjónvarpi sagði Abbas að brotthvarf Ísraela frá Gasa væri aðeins byrjunin og að krafa yrði gerð um að Vesturbakkinn og Austur-Jerúsalem, þar sem arabar eru í meirihluta, yrðu hluti af ríki Palestínumanna sem ætlunin er að stofna. Þá varaði hann herskáa hópa meðal Palestínumanna við því að reyna að eyðileggja þann árangur sem náðst hefði og sagði að hugsa þyrfti um um framtíð þjóðarinnar í stað hagmuna einstakra hópa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×