Innlent

86% jákvæð gagnvart Umferðarstofu

86 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart Umferðarstofu samkvæmt skoðanakönnun Gallups. 4,9 prósent voru neikvæð og 9,1 hvorki jákvæð né neikvæð. Þá telja tæp 78 prósent að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum en 8 prósent illa og 14 prósent hvorki vel né illa. Enn fremur kemur fram að þeim sem eru jákvæðir í garð Umferðarstofu fjölgar á milli áranna 2003 og 2004 og hið sama má segja um þá sem telja að Umferðarstofa standi sig vel í umferðaröryggismálum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×