Stjórn hafnað á afgerandi hátt 13. september 2005 00:01 Öllum að óvörum höfnuðu Norðmenn með afgerandi hætti ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks í kosningunum í gær. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð en Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn unnu stórsigur. Hvers vegna hafna kjósendur ríkisstjórn í landi þar sem velmegunin er svo mikil? Þessari spurningu var varpað fram í viðtali við Kjell Magne Bondevik í morgun en það varð fátt um svör. Ef gengið er um götur Oslóar má geta sér til um ástæðurnar. Noregur er eitthvert ríkasta land heims og trónir á toppi lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði en á öðru hverju götuhorni eru betlarar og heimilislausir. Misskipting lífsgæðanna virðist hafa verið meðal þess sem hafði áhrif á kjósendur, sem völdu stjórnarandstöðuna. Verkamannaflokkurinn með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar er sigurvegarinn bætti við sig 8,5 prósentustiga fylgi og átján þingsætum. Að viðbættum þingsætum annarra flokka í rauð-grænu fylkingunni, sem eru Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðjuflokkurinn, eru þingsætin 88. Þetta þýðir að Stoltenberg og félagar munu hafa þægilegan meirihluta á þingi. Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins og forsætisráðherra, er sá sem verst fer út úr kosningunum. Flokkur hans tapaði 5,6 prósentustigum og ellefu þingsætum. Hægriflokkurinn, sem hefur verið með Bondevik í stjórn, tapaði líka, ríflega sjö prósentustigum og líka ellefu þingsætum. Þessir flokkar höfðu reynt að hvetja til þess að stuðningsmenn kysu Vinstriflokkinn, sem er með þeimí stjórn og þeirri bón var fylgt. Vinstriflokkurinn bætti við sig fylgi og þingsætum en það dugði ekki til. Stjórnarflokkarnir sitja eftir með 81 þingsæti. Þeim hefur því bókstaflega verið hrint úr ráðherrastólunum. Annar sigurvegari og sá sem athyglin beinist ekki síst að í dag er Carl Ivar Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins. Leiðarahöfundur Aftenposten kallar Hagen þrautseigasta og langlífasta popúlista í Evrópu, en Hagen hefur verið duglegur að finna þau mál í gegnum tíðina sem koma illa við stóra hópa Norðmanna. Innflytjendamál, hátt bensínverð, umferðarteppur og fleira hefur verið ofarlega á blaði hjá Hagen og félögum sem hlutu yfir 22 prósent atkvæða, sem er í efri kantinum á því sem kannanir gerðu ráð fyrir. Flokkurinn bætti því við sig ellefu þingsætum en það vill eftir sem áður enginn mynda ríkisstjórn með honum. Stoltenbergs bíður ærið verk á næstu viku, ekki síst í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem fráfarandi forsætisráðherra kynnir eftir rúman mánuð. Búist er við að Stoltenberg og félagar taki til við að gera á því breytingar um leið og þeir taka við völdum. Presturinn Bondevik kveður norsk stjórnmál að sinni en enginn á von á því að hann verði til friðs í lítilli kirkju fram á gamals aldur. Hann hefur lýst áhuga sínum á að starfa að mannúðarmálum á alþjóðavettvangi, en meira liggur ekki fyrir á þessari stundu. Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira
Öllum að óvörum höfnuðu Norðmenn með afgerandi hætti ríkisstjórn Kjells Magnes Bondeviks í kosningunum í gær. Stjórnarflokkarnir guldu afhroð en Verkamannaflokkurinn og Framfaraflokkurinn unnu stórsigur. Hvers vegna hafna kjósendur ríkisstjórn í landi þar sem velmegunin er svo mikil? Þessari spurningu var varpað fram í viðtali við Kjell Magne Bondevik í morgun en það varð fátt um svör. Ef gengið er um götur Oslóar má geta sér til um ástæðurnar. Noregur er eitthvert ríkasta land heims og trónir á toppi lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði en á öðru hverju götuhorni eru betlarar og heimilislausir. Misskipting lífsgæðanna virðist hafa verið meðal þess sem hafði áhrif á kjósendur, sem völdu stjórnarandstöðuna. Verkamannaflokkurinn með Jens Stoltenberg í broddi fylkingar er sigurvegarinn bætti við sig 8,5 prósentustiga fylgi og átján þingsætum. Að viðbættum þingsætum annarra flokka í rauð-grænu fylkingunni, sem eru Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðjuflokkurinn, eru þingsætin 88. Þetta þýðir að Stoltenberg og félagar munu hafa þægilegan meirihluta á þingi. Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins og forsætisráðherra, er sá sem verst fer út úr kosningunum. Flokkur hans tapaði 5,6 prósentustigum og ellefu þingsætum. Hægriflokkurinn, sem hefur verið með Bondevik í stjórn, tapaði líka, ríflega sjö prósentustigum og líka ellefu þingsætum. Þessir flokkar höfðu reynt að hvetja til þess að stuðningsmenn kysu Vinstriflokkinn, sem er með þeimí stjórn og þeirri bón var fylgt. Vinstriflokkurinn bætti við sig fylgi og þingsætum en það dugði ekki til. Stjórnarflokkarnir sitja eftir með 81 þingsæti. Þeim hefur því bókstaflega verið hrint úr ráðherrastólunum. Annar sigurvegari og sá sem athyglin beinist ekki síst að í dag er Carl Ivar Hagen, leiðtogi Framfaraflokksins. Leiðarahöfundur Aftenposten kallar Hagen þrautseigasta og langlífasta popúlista í Evrópu, en Hagen hefur verið duglegur að finna þau mál í gegnum tíðina sem koma illa við stóra hópa Norðmanna. Innflytjendamál, hátt bensínverð, umferðarteppur og fleira hefur verið ofarlega á blaði hjá Hagen og félögum sem hlutu yfir 22 prósent atkvæða, sem er í efri kantinum á því sem kannanir gerðu ráð fyrir. Flokkurinn bætti því við sig ellefu þingsætum en það vill eftir sem áður enginn mynda ríkisstjórn með honum. Stoltenbergs bíður ærið verk á næstu viku, ekki síst í tengslum við fjárlagafrumvarpið sem fráfarandi forsætisráðherra kynnir eftir rúman mánuð. Búist er við að Stoltenberg og félagar taki til við að gera á því breytingar um leið og þeir taka við völdum. Presturinn Bondevik kveður norsk stjórnmál að sinni en enginn á von á því að hann verði til friðs í lítilli kirkju fram á gamals aldur. Hann hefur lýst áhuga sínum á að starfa að mannúðarmálum á alþjóðavettvangi, en meira liggur ekki fyrir á þessari stundu.
Erlent Fréttir Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Innlent Fleiri fréttir Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Sjá meira