Erlent

Sjónvarpið í farsímann

Farsímaeigendum í Kína gefst nú kostur á að horfa á sjónvarpsþátt sem er gerður fyrir farsíma. Þátturinn heitir Stefnumót og fjallar um tvo mótorhjólakappa sem reyna að vinna hylli sömu konunnar. Hver þáttur er fimm mínútur á lengd og er hægt að horfa á hann í sérstökum farsímum gegn vægu gjaldi. Að sögn aðalleikara þáttanna er mjög erfitt að leika í þáttum fyrir farsíma vegna þess að þar ræður knappur stíll ríkjum og ekki talið vænlegt að byggja á miklum samtölum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×