Erlent

Klæðskiptingar í Indónesíu

Tíu íslamskir öfgamenn reyndu að stöðva fegurðarsamkeppni indónesískra klæðskiptinga. Fegurðarsamkeppnin var haldin í næturklúbbi í Djakarta og var hún rétt hafin þegar tímenningar ruddust inn og létu illum látum. Eftir tuttugu mínútna erfiðar samningaviðræður féllust öfgamennirnir á að leyfa keppninni að halda áfram gegn því skilyrði að hún myndi taka enda fyrr en ráðgert hefði verið. Öfgamennirnir tilheyra hópi múslima sem er þekktur fyrir að fremja skemmdarverk á skemmtunum sem þeir telja ekki samræmast trúarbrögðunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×