Erlent

Yfir 50 tonn af eiturlyfjum brennd

Lögreglan í Íran brenndi yfir fimmtíu tonn af eiturlyfjum í gær á degi sem Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst sem alþjóðlegan dag gegn eiturlyfjum. Aðallega var um að ræða heróín og ópíum en þó er ekki nákvæmlega vitað hvernig lögreglunni tókst að komast yfir svo mikið af efnum. Gífurlegu magni er smyglað í gegnum landið frá Afganistan og Pakistan til Evrópu og Bandaríkjanna á hverju ári en yfirvöld hafa lýst því yfir að þau ætli sér að berjast af hörku gegn smygli til og frá landinu í framtíðinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×