Innlent

Fleiri Íslenskir gestir

Gistinóttum á íslenskum hótelum í júlímánuði fjölgaði um þrjú prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum Hagstofu Íslands. Voru gistinætur þetta árið alls rúmlega 157 þúsund talsins en voru rúmlega 153 þúsund árið 2004. Mesta aukningin varð á Suðurnesjum, Vesturlandi og Vestfjörðum en aukning var merkjanleg alls staðar nema á Suður- og Norðurlandi. Aukningin er að mestu rekin til ferðalaga Íslendinga sem fjölgaðu gistinóttum sínum um 21 prósent en aðeins eins prósents aukning varð miðað við erlenda ferðamenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×