Innlent

Litríkasti pólitíkus síðustu ára

"Það eru óneitanlega tímamót þegar litríkasti stjórnmálamaður síðasta áratugar kveður völlinn," segir Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingarinnar um brotthvarf Davíðs Oddssonar af stjórnmálasviðinu. "Davíð hefur stýrt Sjálfstæðisflokknum í gegnum stormviðri og lygnt veður. Stundum með meiri járnaga en margir hefðu kosið. Hann getur hins vegar litið ánægður um öxl því hann hefur haldið flokknum við völd síðustu fimmtán árin. Stundum hefur þurft mikla hugkvæmni til þess að flokkurinn lenti ekki úti í horni þegar miklir atburðir hafa gerst eins og þegar tekist var á um fjölmiðlamálið. Ákvörðun Davíðs kom mér ekki á óvart. Ég hef lengi fundið það á honum að hann er saddur pólitískra lífdaga. Það er í raun ekkert fyrir hann lengur að starfa við á pólitískum vettvangi. Hann er búinn að gegna öllum þeim trúnaðarstöðum sem nokkrum stjórnmálamenn getur langað til. Vafalaust munu sumir agnúast út í það að hann skuli fara inn í Seðlabankann. Hins vegar er erfitt að halda því fram að maður sem hefur stýrt efnahagsmálum þjóðarinnar í þrettán ár sé ekki hæfur til að vera seðlabankastjóri."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×