Innlent

Pallbílar og jeppar innkallaðir

Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að innkalla ákveðnar gerðir pallbíla og jeppa, vegna mögulegs leka á hemlavökva inn í bremsurofa, sem getur valdið tæringu og ofhitnun. Ford hafði áður innkallað árgerð 2000 af þessum bílum en hefur nú ákveðið að innköllunin skuli ná til árgerða 1994-2002. Í tilkynningu frá umboðsaðila Ford á Íslandi, Brimborg hf, kemur fram að haft verði samband við eigendur bílanna og sér Brimborg um viðgerð og lánar annan bíl endurgjaldslaust á meðan viðgerð fer fram, hafi bíllinn verið keyptur þar. Eigendur svona bíla sem hafa flutt þá inn sjálfir eru hvattir til þess að kynna sér málið á heimasíður Ford, ford.com og kanna hvort þeirra bílar séu meðal þeirra sem þarfnast viðgerðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×