Erlent

Bush vísar gagnrýni Amnesty á bug

George W. Bush Bandaríkjaforseti vísar gagnrýni mannréttindasamtakanna Amnesty International á bandarísk stjórnvöld á bug og segir hana fáránlega. Í ársskýrslu Amnesty International, sem út kom í síðustu viku, eru bandarísk stjórnvöld harðlega átalin fyrir meðferð sína á grunuðum hryðjuverkamönnum í fangelsum sínum víða um heim, sérstaklega í Guantanamo-búðunum á Kúbu. Á blaðamannafundi í gær sagði Bush hins vegar að gagnrýnin væri runnin undan rifjum fólks sem hataði Bandaríkin. "Þetta eru fáránlegar ásakanir, Bandaríkin eru ríki sem vinna að því að auka frelsi um allan heim."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×