Innlent

Skýrslu beðið vestra

Enn bólar ekkert á skýrslu sem félagsvísindadeild Háskóla Íslands var falið að að gera fyrir menntamálaráðuneytið um stjórnunarhætti og samskipti innan Menntaskólans á Ísafirði.

Skýrslan átti upphaflega að vera tilbúin 20. október síðastliðinn en sú dagsetning var færð til 18. nóvember, eftir því sem fréttavefur Bæjarins Besta greinir.

Hefur bb.is eftir Friðriki H. Jónssyni, forstöðumanni félagsvísindadeildar, að ekki sé hægt að segja til um hvenær skýrslan muni líta dagsins ljós en drög af henni munu hafa verið send til Ólínu Þorvarðadóttur skólameistara. Friðrik segir ætlunina að halda kynningarfund vestra þegar skýrslan liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×