Innlent

Fá tuttug og tvö þúsund krónur

MYND/Pjetur

Þeir öryrkjar sem sviptir voru öllum bótum frá Tryggingastofnun það sem eftir lifir árs, fá samkvæmt því sem heilbrigðisráðherra ákvað í dag, 22 þúsund krónur bæði í nóvember og desember. Formaður Öryrkjabandalagsins er þó ekki sáttur.

Áttatíu öryrkjar fengu engar bætur frá Tryggingastofnun í nóvember og desember vegna þess að við endurútreikning kom í ljós að þeir teljast hafa fengið ofgreiddar bætur. Öryrkjabandalagið mótmælti og taldi ekki rétt að skerða bætur í hverjum mánuði um meira en 20%, eins og venjan væri í slíkum tilfellum. Heilbrigðisráðherra sagði í kjölfarið að reynt yrði að koma til móts við fólkið á sanngjarnan hátt og ákvað svo að Tryggingastofnun myndi leiðrétta ákvörðun sína að hluta.

Þeir sem engar bætur fengu um síðustu mánaðarmót munu fá grunnlífeyri að upphæð 22 þúsund krónur um næstu mánaðarmót og að sama skapi leiðréttingu fyrir nóvembermánuð að sömu upphæð.

Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagsins, sagði í samtali við NFS nú fyrir stundu að þessi ákvörðun hafi ekki verið tekin í samráði við bandalagið. Krafa bandalagsins sé óbreytt: Bætur verði ekki skertar meira en sem nemur 20%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×