Ekki endastöð heldur upphaf 27. janúar 2005 00:01 Kosningarnar í Írak sem haldnar verða á morgun leysa ekki þann vanda sem Írakar standa frammi fyrir. Reyndar er sú hætta jafnvel fyrir hendi að þær verði til að gera illt verra þó ekki skuli gert lítið úr því að þær kunni að vera hluti, og reyndar upphaf, ferlis sem leiðir til friðsamlegrar sambúðar í Írak í stað þeirrar óaldar sem nú ríkir. Kosningar á stríðssvæðiÍrak verður ekki lýst öðru vísi en sem stríðssvæði undanfarin misseri. Óöldin færist í aukana og andstæðingar kosninganna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þær fari friðsamlega fram. Ástandið er sérstaklega slæmt í Bagdad. Í síðustu viku voru gerðar sjö bílsprengjuárásir, 37 sprengjur sprengdar í vegaköntum og 52 árásir gerðar af vígamönnum vopnuðum hríðskotarifflum eða sprengjuvörpum. Samanlagt tæplega hundrað árásir á einni viku og bílsprengjuárásirnar einar sér kostuðu 60 manns lífið og ollu 150 líkamstjóni samkvæmt samantekt The New York Times. Síðustu daga hafa árásirnar haldið áfram og kostað tugi manna lífið í Bagdad einni og sér. Kosningarnar nauðsynlegarVið þessar kringumstæður er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort það sé yfir höfuð verjandi að kosningar fari fram. "Ef maður hugsar sér Írak sem þrjú ríki í einu gæti maður sagt að tvö af þremur væru reiðubúin fyrir kosningar, en hið þriðja ekki," segir Dr. Philip Robins við St Anthonys College í Oxford háskóla, sérfræðingur í stjórnmálum Mið-Austurlanda. "Á svæðum Kúrda og sjíta má búast við velheppnuðum kosningum með mikilli kjörsókn og lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þetta er gott þar sem það veitir kerfinu sem á að semja stjórnarskrá, það er að segja að draga upp reglur til frambúðar, lögmæti. En að sjálfsögðu þýðir það, að ástandið á svæðum súnnía er hvergi nærri nógu gott, að útkoman þar verður óásættanleg." "Ætti að fresta kosningunum?" spyr Robins og svarar sjálfur neitandi. "Með því væri verið að refsa 80 prósentum landsmanna. Að auki væri verið að verðlauna ofbeldisverk með því og þar með yrði það hvatning til frekari ofbeldisverka í stjórnmálalífi landsins." Hvað með súnníta?Líkt og Robins bendir á leikur mestur vafi á þátttöku súnní-múslima í kosningunum. Hvort tveggja hafa ýmsir áhrifamenn í þeirra röðum hvatt til þess að þeir hunsi kosningarnar og eins er óöldin mest á þeim svæðum þar sem þeir eru fjölmennastir. Því er hættan einna mest fyrir þá að taka þátt í kosningunum og hætta á lítilli kjörsókn. Verði þessi raunin eins og allt bendir til verða menn að gera upp við sig hvort súnnítar eigi að verða af málsvörum sínum á stjórnlagaþinginu eða hvort koma eigi til móts við þá með öðrum hætti. Hvort tveggja Robins og Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðingur við Williams College í Massachussetts og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda, eru sammála um að koma verði til móts við súnní-múslima ef friður á að komast á. "Ef margir súnnítar hafa ekki tekið þátt í kosningunum og ljóst er að aðeins nokkrir hópar innan Írak hafa tekið þátt í kosningunum er hægt að ímynda sér nokkrar lausnir," segir Magnús Þorkell og bendir á að taka megi frá nokkur sæti innan þingsins fyrir súnnítana sem taka ekki þátt í kosningunum "og stuðla þannig að því að þetta nýja þing, nýja ferli, lýsi vilja þjóðarinnar". "Það má alls ekki líta á þessar kosningar sem endastöð heldur upphaf ákveðins ferlis," segir Magnús, eftir sé að skrifa stjórnarskrá, kveða á um stöðu Bandaríkjahers og semja um auðæfi landsins. "Stóra málið snýst um hvað skuli gera við súnní-araba," segir Robins. "Vonin er sú að þeir taki þátt í lýðræðisþróuninni þegar þeir sjá að þeir hafa ekki neitunarvald yfir því hvernig stjórnmálin þróast. Það ætti að reyna að nýju að tryggja þátttöku þeirra í stjórnmálakerfinu, kannski með sambandsríki sem veitir þeim tryggingar í umdeildum málum eins og tekjum af auðlindum." Hættur fylgja sambandsríkiEin af hugmyndunum sem hafa verið settar fram um framtíðarskipulag Íraks er að það verði sambandsríki þar sem einstakir landshlutar ráða miklu um eigin mál og sérstaklega er kveðið á um fyrirkomulag sameiginlegra mála. Kúrdar eru sérstaklega fylgjandi þessu en meiri andstöðu gætir meðal sjíta og súnníta. Magnús Þorkell hefur efasemdir um að þetta stjórnarform reynist vel í Írak. "Ef maður metur þetta út frá sögu Íraka hafa þeir reynslu af miðstýrðu valdi en sambandsríki er algjörlega óþekkt fyrirbæri," segir Magnús. "Maður veit ekki alveg hvort það sé endilega jákvæð þróun eða neikvæð þróun. Ég held að eins og sakir standa núna sé það frekar neikvæð þróun af því það leggur frekar áherslu á það sem skilur á milli en það sem það landsmenn eiga sameiginlegt." Því kunni sambandsríki að auka á sundrun og kemur þar að stærstu ógninni sem Írakar standa frammi fyrir, hættunni á borgarastríði. Getur farið sömu leið og LíbanonÁhrif trúarleiðtoga hafa aukist mjög frá falli Saddams Husseins og skipting landsmanna eftir þjóðarbrotum hefur orðið meira áberandi en áður. Takist ekki vel upp við kosningarnar og stjórnlagaferlið í framhaldi þess er hætta á því að borgarastríð brjótist út sem lætur óöldina til þessa líta út eins og tiltölulega rólegt tímabil. "Ég held að þetta komi til með að verða mjög táknræn stund fyrir framtíð þjóðarinnar hvernig sem fer," segir Magnús Þorkell um kosningarnar. "Ef ofbeldi einkennir kosningarnar og næstu vikur þar á eftir gæti það verið ákveðin vísbending um það sem er framundan fyrir þjóðina. Ef þetta fer nokkuð friðasamlega fram, sem mér finnst ákaflega ólíklegt eins og sakir standa, er það kannski ákveðin von." Magnús segir eina hættuna vera þá að sjítar, sem hingað til hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir árásir súnníta, láti til skarar skríðar ef þeim finnst staða þeirra ekki jafn sterk eftir kosningar og fyrir þær. Taki þeir upp vopn og svari vígamönnum úr röðum súnníta geti niðurstaðan orðið blóðugt borgarastríð sem minni um margt á borgarastríðið í Líbanon á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. "Fólk er nú allt í einu orðið sjítar eða Kúrdar eða súnní-arabar. Það er ekki beint nútímaleg leið til að skipta fólki upp í þjóðríki," segir Magnús og segir þetta minna á Líbanon. "Allt í einu, árið 1975, var fólk ekki lengur sameinað um hugtakið Líbanon heldur fór það að leggja ríkari áherslu á þá mismunandi aðstöðu sem það var í," segir hann og tekur fram að skipting Íraks í sambandsríki gæti einnig leitt til þessarar þróunar, það óttist margir sjítar og súnnítar. "Það er ekki hægt að útiloka annað ástand eins og það sem varð raunin í Líbanon," segir Robins sem segir sjálfstæðisviðleitni Kúrda og myndun klerkastjórnar sjíta eldfimustu þróun mála sem Írak og nágrannaríkin standa frammi fyrir. --- Um hvað snúast kosningarnar?Kosningarnar eru hvort tveggja á landsvísu og svæðisbundnar. 275 manna stjórnlagaþing verður kosið til að semja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem situr fram í desember. Þá verða kosin fylkisþing í átján fylkjum landsins og heimastjórn í Kúrdahéruðum.Hver eru völd stjórnlagaþingsins?Þingsins bíður það verkefni að semja stjórnarskrá og þar með leggja til hvernig Írak verður stjórnað í framtíðinni. Þessu verki á að ljúka ekki síðar en 15. ágúst.Hver eru næstu skref?Tillaga að stjórnarskrá verður borin undir þjóðaratkvæði 15. október. Verði hún samþykkt tekur hún gildi um næstu áramót og verða ný stjórnvöld kosin samkvæmt henni. Hafni landsmenn stjórnarskrártillögunni verður nýtt stjórnlagaþing kosið 15. desember og ferlið frestast um ár í heild sinni. Sá möguleiki er fyrir hendi að veita hálfs árs aukafrest ef ekki þykir hafa náðst nægur árangur 1. ágúst. Erlent Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
Kosningarnar í Írak sem haldnar verða á morgun leysa ekki þann vanda sem Írakar standa frammi fyrir. Reyndar er sú hætta jafnvel fyrir hendi að þær verði til að gera illt verra þó ekki skuli gert lítið úr því að þær kunni að vera hluti, og reyndar upphaf, ferlis sem leiðir til friðsamlegrar sambúðar í Írak í stað þeirrar óaldar sem nú ríkir. Kosningar á stríðssvæðiÍrak verður ekki lýst öðru vísi en sem stríðssvæði undanfarin misseri. Óöldin færist í aukana og andstæðingar kosninganna gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þær fari friðsamlega fram. Ástandið er sérstaklega slæmt í Bagdad. Í síðustu viku voru gerðar sjö bílsprengjuárásir, 37 sprengjur sprengdar í vegaköntum og 52 árásir gerðar af vígamönnum vopnuðum hríðskotarifflum eða sprengjuvörpum. Samanlagt tæplega hundrað árásir á einni viku og bílsprengjuárásirnar einar sér kostuðu 60 manns lífið og ollu 150 líkamstjóni samkvæmt samantekt The New York Times. Síðustu daga hafa árásirnar haldið áfram og kostað tugi manna lífið í Bagdad einni og sér. Kosningarnar nauðsynlegarVið þessar kringumstæður er ekki óeðlilegt að menn velti því fyrir sér hvort það sé yfir höfuð verjandi að kosningar fari fram. "Ef maður hugsar sér Írak sem þrjú ríki í einu gæti maður sagt að tvö af þremur væru reiðubúin fyrir kosningar, en hið þriðja ekki," segir Dr. Philip Robins við St Anthonys College í Oxford háskóla, sérfræðingur í stjórnmálum Mið-Austurlanda. "Á svæðum Kúrda og sjíta má búast við velheppnuðum kosningum með mikilli kjörsókn og lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Þetta er gott þar sem það veitir kerfinu sem á að semja stjórnarskrá, það er að segja að draga upp reglur til frambúðar, lögmæti. En að sjálfsögðu þýðir það, að ástandið á svæðum súnnía er hvergi nærri nógu gott, að útkoman þar verður óásættanleg." "Ætti að fresta kosningunum?" spyr Robins og svarar sjálfur neitandi. "Með því væri verið að refsa 80 prósentum landsmanna. Að auki væri verið að verðlauna ofbeldisverk með því og þar með yrði það hvatning til frekari ofbeldisverka í stjórnmálalífi landsins." Hvað með súnníta?Líkt og Robins bendir á leikur mestur vafi á þátttöku súnní-múslima í kosningunum. Hvort tveggja hafa ýmsir áhrifamenn í þeirra röðum hvatt til þess að þeir hunsi kosningarnar og eins er óöldin mest á þeim svæðum þar sem þeir eru fjölmennastir. Því er hættan einna mest fyrir þá að taka þátt í kosningunum og hætta á lítilli kjörsókn. Verði þessi raunin eins og allt bendir til verða menn að gera upp við sig hvort súnnítar eigi að verða af málsvörum sínum á stjórnlagaþinginu eða hvort koma eigi til móts við þá með öðrum hætti. Hvort tveggja Robins og Magnús Þorkell Bernharðsson, sagnfræðingur við Williams College í Massachussetts og sérfræðingur í sögu Mið-Austurlanda, eru sammála um að koma verði til móts við súnní-múslima ef friður á að komast á. "Ef margir súnnítar hafa ekki tekið þátt í kosningunum og ljóst er að aðeins nokkrir hópar innan Írak hafa tekið þátt í kosningunum er hægt að ímynda sér nokkrar lausnir," segir Magnús Þorkell og bendir á að taka megi frá nokkur sæti innan þingsins fyrir súnnítana sem taka ekki þátt í kosningunum "og stuðla þannig að því að þetta nýja þing, nýja ferli, lýsi vilja þjóðarinnar". "Það má alls ekki líta á þessar kosningar sem endastöð heldur upphaf ákveðins ferlis," segir Magnús, eftir sé að skrifa stjórnarskrá, kveða á um stöðu Bandaríkjahers og semja um auðæfi landsins. "Stóra málið snýst um hvað skuli gera við súnní-araba," segir Robins. "Vonin er sú að þeir taki þátt í lýðræðisþróuninni þegar þeir sjá að þeir hafa ekki neitunarvald yfir því hvernig stjórnmálin þróast. Það ætti að reyna að nýju að tryggja þátttöku þeirra í stjórnmálakerfinu, kannski með sambandsríki sem veitir þeim tryggingar í umdeildum málum eins og tekjum af auðlindum." Hættur fylgja sambandsríkiEin af hugmyndunum sem hafa verið settar fram um framtíðarskipulag Íraks er að það verði sambandsríki þar sem einstakir landshlutar ráða miklu um eigin mál og sérstaklega er kveðið á um fyrirkomulag sameiginlegra mála. Kúrdar eru sérstaklega fylgjandi þessu en meiri andstöðu gætir meðal sjíta og súnníta. Magnús Þorkell hefur efasemdir um að þetta stjórnarform reynist vel í Írak. "Ef maður metur þetta út frá sögu Íraka hafa þeir reynslu af miðstýrðu valdi en sambandsríki er algjörlega óþekkt fyrirbæri," segir Magnús. "Maður veit ekki alveg hvort það sé endilega jákvæð þróun eða neikvæð þróun. Ég held að eins og sakir standa núna sé það frekar neikvæð þróun af því það leggur frekar áherslu á það sem skilur á milli en það sem það landsmenn eiga sameiginlegt." Því kunni sambandsríki að auka á sundrun og kemur þar að stærstu ógninni sem Írakar standa frammi fyrir, hættunni á borgarastríði. Getur farið sömu leið og LíbanonÁhrif trúarleiðtoga hafa aukist mjög frá falli Saddams Husseins og skipting landsmanna eftir þjóðarbrotum hefur orðið meira áberandi en áður. Takist ekki vel upp við kosningarnar og stjórnlagaferlið í framhaldi þess er hætta á því að borgarastríð brjótist út sem lætur óöldina til þessa líta út eins og tiltölulega rólegt tímabil. "Ég held að þetta komi til með að verða mjög táknræn stund fyrir framtíð þjóðarinnar hvernig sem fer," segir Magnús Þorkell um kosningarnar. "Ef ofbeldi einkennir kosningarnar og næstu vikur þar á eftir gæti það verið ákveðin vísbending um það sem er framundan fyrir þjóðina. Ef þetta fer nokkuð friðasamlega fram, sem mér finnst ákaflega ólíklegt eins og sakir standa, er það kannski ákveðin von." Magnús segir eina hættuna vera þá að sjítar, sem hingað til hafa haldið sig til hlés þrátt fyrir árásir súnníta, láti til skarar skríðar ef þeim finnst staða þeirra ekki jafn sterk eftir kosningar og fyrir þær. Taki þeir upp vopn og svari vígamönnum úr röðum súnníta geti niðurstaðan orðið blóðugt borgarastríð sem minni um margt á borgarastríðið í Líbanon á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. "Fólk er nú allt í einu orðið sjítar eða Kúrdar eða súnní-arabar. Það er ekki beint nútímaleg leið til að skipta fólki upp í þjóðríki," segir Magnús og segir þetta minna á Líbanon. "Allt í einu, árið 1975, var fólk ekki lengur sameinað um hugtakið Líbanon heldur fór það að leggja ríkari áherslu á þá mismunandi aðstöðu sem það var í," segir hann og tekur fram að skipting Íraks í sambandsríki gæti einnig leitt til þessarar þróunar, það óttist margir sjítar og súnnítar. "Það er ekki hægt að útiloka annað ástand eins og það sem varð raunin í Líbanon," segir Robins sem segir sjálfstæðisviðleitni Kúrda og myndun klerkastjórnar sjíta eldfimustu þróun mála sem Írak og nágrannaríkin standa frammi fyrir. --- Um hvað snúast kosningarnar?Kosningarnar eru hvort tveggja á landsvísu og svæðisbundnar. 275 manna stjórnlagaþing verður kosið til að semja stjórnarskrá og skipa bráðabirgðastjórn sem situr fram í desember. Þá verða kosin fylkisþing í átján fylkjum landsins og heimastjórn í Kúrdahéruðum.Hver eru völd stjórnlagaþingsins?Þingsins bíður það verkefni að semja stjórnarskrá og þar með leggja til hvernig Írak verður stjórnað í framtíðinni. Þessu verki á að ljúka ekki síðar en 15. ágúst.Hver eru næstu skref?Tillaga að stjórnarskrá verður borin undir þjóðaratkvæði 15. október. Verði hún samþykkt tekur hún gildi um næstu áramót og verða ný stjórnvöld kosin samkvæmt henni. Hafni landsmenn stjórnarskrártillögunni verður nýtt stjórnlagaþing kosið 15. desember og ferlið frestast um ár í heild sinni. Sá möguleiki er fyrir hendi að veita hálfs árs aukafrest ef ekki þykir hafa náðst nægur árangur 1. ágúst.
Erlent Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent