Erlent

Rice orðin utanríkisráðherra

Condoleezza Rice sór í gær embættiseið sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna og hefur störf í dag. 85 þingmenn öldungadeildar samþykktu Rice í embættið en 13 greiddu atkvæði gegn því. Ekki hafa jafnmargir öldungadeildarþingmenn lagst gegn embættistöku utanríkisráðherra Bandaríkjanna síðan árið 1825. Það er einkum aðdragandi innrásarinnar í Írak sem veldur því að svo margir þingmenn demókrata lögðust gegn Rice. Það var þó mun mjórra á munum þegar Alberto Gonzales var formlega útnefndur dómsmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Allir átta demókratarnir í dómsmálanefnd öldungadeildarinnar lögðust gegn útnefningu Gonzales en tíu repúblikanar samþykktu hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×