Erlent

Sex farast í sprengingu

Að minnsta kosti sex manns fórust og yfir fimmtíu eru særðir eftir að sprengja sprakk á svínamarkaði í Indónesíu í dag. Hörð átök hafa verið á milli kristinna manna og múslima síðustu ár en síðustu fjórum árum hafa yfir eitt þúsund manns fallið vegna þeirra. Talið er að flest fórnarlöm þessarar árásar hafi verið kristnir. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum. Lögreglan hefur lítið viljað tjá sig um málið en segir það vera í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×