Samfylkingin: Félögum fjölgar ört 15. apríl 2005 00:01 Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira