Samfylkingin: Félögum fjölgar ört 15. apríl 2005 00:01 Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Félögum í Samfylkingunni hefur að líkindum fjölgað um tæpan þriðjung í aðdraganda formannskosninganna, en kjörskrá var lokað klukkan sex. Formaður kjörstjórnar óttast ekki að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig í stórum stíl til að hafa áhrif á kosningarnar. Síminn hringdi látlaust á starfsstöð Össurar Skarphéðinssonar enda síðustu forvöð að skrá sig í Samfylkinguna til að taka þátt í formannskosningunum. Þeir sem voru skráðir fyrir klukkan sex í dag mega kjósa formann í Samfylkingunni, en atkvæðin verða talin á landsfundi og úrslit tilkynnt 21. maí. Árni Björn Ómarsson, starfsstöðvarstjóri hjá Össsuri Skarphéðinssyni, segir að rífandi gangur hafi verið á stöðinni síðustu daga og fjölmargir hafi komið og skráð sig í flokkinn. Aðspurður hversu margir það hafi verið segir Árni erfitt að segja til um það en það bætist líklega við einhverjar þúsundir í flokkinn. Ólafía Rafnsdóttir, kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttir, rakaði í dag saman síðasta bunkanum með nýskráningum sem hún þaut með upp á flokksskrifstofur og afhenti með formlegum hætti. Á skrifstofunni fást engar upplýsingar um fjölda nýskráninga aðrar en að starfsmenn standi á haus við að taka á móti félögum í flokkinn. Ólafía segist telja að nýir flokksfélagar skipti þúsundum. Fólk hafi sýnt formannskjörinu mikinn áhuga og sérstaklega sé gaman að sjá fólk sem aldrei hafi verið skráð í flokk áður en sjái nú ástæðu til að ganga í Samfylkinguna og taka þátt í kosningunum. Árni segir að þegar kjörseðlarnir fari út hefjist hin eiginlega kosningabarátta. Þá komi í ljós hver kjörskrárstofninn sé og þá verði farið að vinna í félögunum í flokknum. Félagarnir voru tæplega 14.000 um áramótin. Innvígðir giska á að nýir félagar í aðdraganda kosninganna séu á bilinu fjögur til fimm þúsund. Flosi Eiríksson, formaður kjörstjórnar, sagði í dag að allir sem gengju í flokkinn fyrir klukkan sex í dag fengju að kjósa formann Samfylkingarinnar. Ekki eru aðrar girðingar og þess eru dæmi að stuðningsmenn annarra flokka hafi skráð sig til að mega kjósa formann Samfylkingarinnar. Flosi óttast samt ekki að það hafi áhrif. Hann hafi trú á því að allir sem hafi gengið í flokkinn ætli að vera í honum til langframa. Þeir séu að styðja einhvern mann og vilji styðja flokkinn en það sé þó ekki bannað að ganga úr honum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira