Erlent

Vill endurnýja ESB frá grunni

Forsætisráðherra Bretlands vill láta endurnýja Evrópusambandið frá grunni. Hann segir slíka endurnýjun tækifæri fyrir ESB til að mæta áskorunum í breyttu alþjóðasamfélagi. Bretar taka við forsæti í Evrópusambandinu um næstu mánaðamót. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði á fundi sínum með Evrópuþinginu að framtíð Evrópusambandsins væri í húfi ef það yrði ekki endurskilgreint og endurnýjað frá grunni. Blair hvatti aðildarríki ESB til þess að líta á slíka endurnýjum sem tækifæri fyrir sambandið til að öðlast styrk sinn, hugsjónir og stuðning almennings á nýjan leik. Hann sagði að stjórnarskrár- og fjármálakreppa ESB sýndi að tími væri kominn til að viðurkenna að þau markmið næðust aðeins með breytingum. Málið snerist ekki um hugmyndina um Evrópusambandið heldur nútímavæðingu þess og stefnu. Ef Evrópubúar yrðu vantrúaðir á Evrópu eða ef Evrópuþjóðirnar sem stæðu frammi fyrir þeim gríðarlegu viðfangsefnum sem fram undan eru vonuðust til að geta hjúfrað sig saman í von um að geta forðast hnattvæðingu og veigruðu sér við að takast á við breytingar allt í kring, leita skjóls í núverandi stefnu ESB, eins og að með því að endurtaka hana sífellu eigi hún betur við, þá ættu leiðtogar Evrópusambandslandanna á hættu að gera gríðarleg skipulagsleg mistök.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×