Bandaríkjastjórn óvinsæl 23. júní 2005 00:01 Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur beðið hnekki undanfarin ár, sérstaklega augum Mið-Austurlandabúa. Stríðsreksturinn í Írak er ástæða þessarar andúðar. Ímynd Bandaríkjastjórnar virðist svo sködduð eftir tveggja ára stríð í Írak að kommúnistastjórnin í Kína nýtur meiri hylli á meðal margra þjóða. Í þeim hópi eru gamlir bandamenn Bandaríkjanna, svo sem eins og Bretar og Frakkar. Ímyndin virðist ekki hafa batnað þótt ríkisstjórn George W. Bush hafi reynt að leggja áherslu á frelsi og lýðræði í umræðum um Mið-Austurlönd og tekið sig verulega á í alþjóðlegri þróunarhjálp, til dæmis með háum framlögum til hjálparstarfs á flóðasvæðum í Suðaustur-Asíu. Í Bretlandi, þar sem stjórnvöld leggja mikið upp úr góðum samskiptum við Bandaríkjastjórn, segjast 65 prósent vera jákvæð í garð Kínastjórnar en 55 prósent í garð Bandaríkjastjórnar. Svipaða sögu er að segja af Frökkum þar sem 58 prósent hugsa vel til Kína en ekki nema 43 bera hlýjan hug til Bandaríkjanna. Niðurstöður á Spáni og í Hollandi eru nær samhljóða þeim í Frakklandi. Verstu útreiðina fékk Bandaríkjastjórn í múslimaríkjum á borð við Tyrkland, Pakistan og Jórdaníu. Í þessum löndum sér einungis um fimmtungur íbúa Bandaríkjastjórn í jákvæðu ljósi á meðan meira en helmingur aðspurðra í þessum löndum hugsar hlýlega til stjórnvalda í Kína. Einungis Indverjar og Pólverjar eru jákvæðari í garð Bandaríkjanna en Kína og næstu nágrannar Bandaríkjanna í Kanada bera svipaðan hug til beggja stjórna. Viðhorf til Bandaríkjastjórnar versnaði snarlega eftir innrásina í Írak vorið 2003 og hefur ekki batnað að neinu ráði síðan nema í Indónesíu þar sem Bandaríkjamenn lögðu talsvert fé í aðstoð við fórnarlömb flóðbylgjunnar í desember. Meirihluti aðspurðra í flestum löndum sagði í könnuninni að þeim þætti Bandaríkjastjórn ekki líta til hagsmuna annarra landa við ákvarðanatöku í utanríkismálum. Flestir þeir sem lýstu neikvæðu viðhorfi í garð Bandaríkjastjórnar sögðu að líklega væri Bush Bandaríkjaforseti helsta ástæðan fyrir óvinsældunum. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur beðið hnekki undanfarin ár, sérstaklega augum Mið-Austurlandabúa. Stríðsreksturinn í Írak er ástæða þessarar andúðar. Ímynd Bandaríkjastjórnar virðist svo sködduð eftir tveggja ára stríð í Írak að kommúnistastjórnin í Kína nýtur meiri hylli á meðal margra þjóða. Í þeim hópi eru gamlir bandamenn Bandaríkjanna, svo sem eins og Bretar og Frakkar. Ímyndin virðist ekki hafa batnað þótt ríkisstjórn George W. Bush hafi reynt að leggja áherslu á frelsi og lýðræði í umræðum um Mið-Austurlönd og tekið sig verulega á í alþjóðlegri þróunarhjálp, til dæmis með háum framlögum til hjálparstarfs á flóðasvæðum í Suðaustur-Asíu. Í Bretlandi, þar sem stjórnvöld leggja mikið upp úr góðum samskiptum við Bandaríkjastjórn, segjast 65 prósent vera jákvæð í garð Kínastjórnar en 55 prósent í garð Bandaríkjastjórnar. Svipaða sögu er að segja af Frökkum þar sem 58 prósent hugsa vel til Kína en ekki nema 43 bera hlýjan hug til Bandaríkjanna. Niðurstöður á Spáni og í Hollandi eru nær samhljóða þeim í Frakklandi. Verstu útreiðina fékk Bandaríkjastjórn í múslimaríkjum á borð við Tyrkland, Pakistan og Jórdaníu. Í þessum löndum sér einungis um fimmtungur íbúa Bandaríkjastjórn í jákvæðu ljósi á meðan meira en helmingur aðspurðra í þessum löndum hugsar hlýlega til stjórnvalda í Kína. Einungis Indverjar og Pólverjar eru jákvæðari í garð Bandaríkjanna en Kína og næstu nágrannar Bandaríkjanna í Kanada bera svipaðan hug til beggja stjórna. Viðhorf til Bandaríkjastjórnar versnaði snarlega eftir innrásina í Írak vorið 2003 og hefur ekki batnað að neinu ráði síðan nema í Indónesíu þar sem Bandaríkjamenn lögðu talsvert fé í aðstoð við fórnarlömb flóðbylgjunnar í desember. Meirihluti aðspurðra í flestum löndum sagði í könnuninni að þeim þætti Bandaríkjastjórn ekki líta til hagsmuna annarra landa við ákvarðanatöku í utanríkismálum. Flestir þeir sem lýstu neikvæðu viðhorfi í garð Bandaríkjastjórnar sögðu að líklega væri Bush Bandaríkjaforseti helsta ástæðan fyrir óvinsældunum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira