Erlent

Fæðingarþunglyndi hjá báðum kynjum

Fæðingarþunglyndi er ekki einungis bundið við konur. Ný bresk rannsókn bendir til þess að karlmenn geti þjáðst af fæðingarþunglyndi, en þó mun sjaldnar en konur. Börn karla sem þjást af slíku þunglyndi eru helmingi líklegri en önnur börn til þess að eiga við hegðunarvanda að stríða auk þess sem það hefur mikil áhrif á tilfinningalíf þeirra. Áhrifin eru mun sterkari hjá drengjum en stúlkum en rannsakendur kunna enga skýringu á því af hverju það stafar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×