Erlent

Hitabylgja í París

Íbúar Parísar fara ekki varhluta af sumrinu. Hitabylgja hefur verið í borginni undanfarna daga og hefur hitinn vart farið undir þrjátíu gráður þegar sólin er hæst á lofti. Bæði túristar og heimamenn nýta sér gosbrunna borgarinnar til hins ítrasta til að kæla sig niður, enda líklega fullheitt til þess að standa í stórtækum skoðunarferðum. Fyrir þá sem langar að panta sér ferð er þó rétt að benda á að búist er við að veðurguðirnir skipti um gír fljótlega, enda á að koma rigning og leiðindaveður strax um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×