Erlent

Árás tengist ekki trúarátökum

Að minnsta kosti 22 létu lífið og um fjörutíu mennsærðust þegar tvær sprengjur sprungu á götumarkaði á eyjunni Sulawasi í Indónesíu í morgun. Varaforseti landsins neitar því að árásin tengist átökum kristinna og múslima á svæðinu. Enn hefur enginn lýst sig ábyrgarn fyrir ódæðinu. Sprengjurnar spurngu með fimmtán mínútna millibili á fjölförnum götumarkaði í bænum Tentena á mesta annatíma. Meirihluti íbúanna á svæðinu eru kristnir en um 90 prósent indónesísku þjóðarinnar eru múslímar. Að minnsta kosti 2000 manns eru sagðir hafa látist í átökum milli kristinna og múslíma á svæðinu, átökum sem stóðu í þrjú ár eða þar til samkomulag var gert milli hinna stríðandi fylkinga árið 2001. Frá þeim tíma hafa átök brotist út á eyjunni öðru hverju og hafa þær farið stigmagnandi síðasta ár. Til dæmis létust þrír og sjö særðust í sprengjuárás sem gerð var á bifreið á eyjunni í nóvember síðastliðnum. Árásin í morgun er meðal þeirra mannskæðustu á síðustu árum. Í kjölfar hennar hefur öryggisgæsla í höfuðborginni Djakarta verið hert og þá sérstaklega í kringum sendiráð Bandaríkjanna, Ástralíu, Bretlands og Japans. Varaforseti Indónsesíu vill þó ekki meina að árásina megi rekja til átaka trúarhópa og segir hryðjuverkamenn ábyrga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×