Erlent

Þingkosningar í Búlgaríu

Búlgarar ganga til þingkosninga í dag. Talið er að sósíalistar, sem eru í stjórnarandstöðu, beri sigurorð af flokki Simeons, fyrrverandi konungs landsins, sem haldið hefur um stjórnartaumana síðustu ár. Kosningarnar snúast að miklu leyti um ýmiss konar umbætur í landinu en þær eru skilyrði fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Fjárfestar og fyrirtæki hafa hrósað Simeon fyrir framfarir í landinu undir hans forystu en hins vegar er talið að hann tapi í kosningunum þar sem almenningur er óánægður með mikla fátækt og glæpi í landinu. Ekki er búist við að neinn flokkur fái meirihluta en talið er að sósíalistar, undir forystu Sergeis Stanishevs, komi til með að mynda stjórn með samstarfsflokki Simeons, Frelsis- og réttindahreyfingunni, fylkingu minnihlutahóps Tyrkja í landinu. Klukkan fjögur að íslenskum tíma, tveimur tímum áður en kjörstöðum verður lokað, höfðu 43 prósent kosningabærra manna kosið, en alls eru rúmlega 6,7 milljónir á kjörskrá.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×