Hálft ár liðið frá flóðbylgju 25. júní 2005 00:01 "Það er ekki mikil uppbygging komin af stað en okkur sýnist sem þetta geti farið að gerast núna," segir Ómar Valdimarsson, starfsmaður Rauða krossins í Indónesíu. Í dag er hálft ár liðið síðan flóðbylgja reið yfir Bengalflóa á annan dag jóla. Yfir 200 þúsund manns létust í flóðbylgjunni og milljónir misstu heimili sín. Aceh-hérað í Indónesíu varð verst úti í flóðbylgjunni en þar létust yfir 130 þúsund manns. "Stjórnvöld hér lögðu upp með það fljótlega að gera allsherjaráætlun fyrir uppbygginguna en hún var ekki tilbúin fyrr en í apríl. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir það að menn gátu farið að átta sig á því hvað ætti að gera og hvar ætti að byrja og það er í raun ekki alveg komið í ljós ennþá," segir Ómar Valdimarsson. "Allt skipulag, allir innviðir og allt kerfið er bara horfið og það hlýtur að taka langan tíma að byggja það upp," bætir Ómar við. Aðspurður hvernig umhorfs sé fyrir íbúa Aceh-héraðs nú hálfu ári síðar segir Ómar: "Tiltölulega fljótlega voru byggð eins konar bráðabirgðaskýli. Þetta eru einfaldar húsalengjur, sem er ekkert óvenjulegt hér í Indónesíu. Þetta eru löng hús sem margar fjölskyldur búa í og innangengt á milli. Það er þröngt um fólk og hreinlætisþjónusta er víða af skornum skammti. Erfitt er að koma fyrir salernum og víða er grunnt niður á grunnvatn og því ekki hægt að grafa kamra. Það hafa samt allir húsaskjól og talsverður hópur hefur getað farið heim. Svo fer nú að líða að því að það verði farið að byggja". "Það er enn talsvert um skjálfta á svæðinu og í hvert sinn sem ég hef komið til Aceh hef ég hrokkið að minnsta kosti einu sinni við jarðskjálfta þannig að fólk fær eiginlega aldrei tækifæri til að jafna sig," segir Ómar. Fólkið í Aceh er farið að reyna að lifa sínu eðlilega lífi, stunda sjóinn og rækta jörðina, en landið er víða mikið skemmt. Íbúar ættu þó að geta horft fram á betri tíð með aukinni uppbyggingu og skipulagi á svæðinu. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
"Það er ekki mikil uppbygging komin af stað en okkur sýnist sem þetta geti farið að gerast núna," segir Ómar Valdimarsson, starfsmaður Rauða krossins í Indónesíu. Í dag er hálft ár liðið síðan flóðbylgja reið yfir Bengalflóa á annan dag jóla. Yfir 200 þúsund manns létust í flóðbylgjunni og milljónir misstu heimili sín. Aceh-hérað í Indónesíu varð verst úti í flóðbylgjunni en þar létust yfir 130 þúsund manns. "Stjórnvöld hér lögðu upp með það fljótlega að gera allsherjaráætlun fyrir uppbygginguna en hún var ekki tilbúin fyrr en í apríl. Það var eiginlega ekki fyrr en eftir það að menn gátu farið að átta sig á því hvað ætti að gera og hvar ætti að byrja og það er í raun ekki alveg komið í ljós ennþá," segir Ómar Valdimarsson. "Allt skipulag, allir innviðir og allt kerfið er bara horfið og það hlýtur að taka langan tíma að byggja það upp," bætir Ómar við. Aðspurður hvernig umhorfs sé fyrir íbúa Aceh-héraðs nú hálfu ári síðar segir Ómar: "Tiltölulega fljótlega voru byggð eins konar bráðabirgðaskýli. Þetta eru einfaldar húsalengjur, sem er ekkert óvenjulegt hér í Indónesíu. Þetta eru löng hús sem margar fjölskyldur búa í og innangengt á milli. Það er þröngt um fólk og hreinlætisþjónusta er víða af skornum skammti. Erfitt er að koma fyrir salernum og víða er grunnt niður á grunnvatn og því ekki hægt að grafa kamra. Það hafa samt allir húsaskjól og talsverður hópur hefur getað farið heim. Svo fer nú að líða að því að það verði farið að byggja". "Það er enn talsvert um skjálfta á svæðinu og í hvert sinn sem ég hef komið til Aceh hef ég hrokkið að minnsta kosti einu sinni við jarðskjálfta þannig að fólk fær eiginlega aldrei tækifæri til að jafna sig," segir Ómar. Fólkið í Aceh er farið að reyna að lifa sínu eðlilega lífi, stunda sjóinn og rækta jörðina, en landið er víða mikið skemmt. Íbúar ættu þó að geta horft fram á betri tíð með aukinni uppbyggingu og skipulagi á svæðinu.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira