Harðlínumenn hafa öll valdaembætti 25. júní 2005 00:01 Harðlínumenn unnu óvænt stórsigur í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Þeir hafa nú öll valdaembætti í landinu í höndum sér. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum Akbar Hashemi Rafsanjani, hlaut alls 62 prósent atkvæða. Rafsanjani fékk 36 prósent. Búist hafði verið við því að munurinn yrði lítill svo að úrslitin komu nokkuð á óvart. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda sem líkaði málflutningur hans. Hann hét því meðal annars að taka á spillingu og tryggja að olíuauður landsins kæmi öllum íbúum þess til góða, en ekki einungis yfirstéttum. Atvinnuleysi er mikið í Íran og djúp gjá á milli ríkra og fátækra. Framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur. Stuðningsmenn hans óttast íslamska harðlínustefnu og að frjálslyndar umbætur verði afturkallaðar, eins og til dæmis réttur kvenna til að ganga í ljósum litum og léttklæddari áður og réttur karla og kvenna til að umgangast á almannavettvangi án þess að þurfa að óttast handtöku. Ahmedinejad hefur meðal annars sagst ætla að sporna gegn vestrænni úrkynjun. Hann verður fyrsti forseti Írans í 24 ár sem ekki er múslímaklerkur. Hann var áður í sérsveitum varðaráðsins. Óvíst er nákvæmlega hversu miklu kosning hans breytir því eftir sem áður verður það Æjatolla Ali Khameini sem hefur síðasta orðið um stefnu hins opinbera. Forsetinn hefur þó hingað til getað maldað í móinn og haft áhrif á stefnuna. Nú eru hins vegar allar valdastöður í Íran skipaðar íhaldssömum harðlínumönnum. Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Harðlínumenn unnu óvænt stórsigur í annarri umferð forsetakosninga í Íran í gær. Þeir hafa nú öll valdaembætti í landinu í höndum sér. Mahmoud Ahmadinejad, sem er borgarstjóri í Teheran og mjög íhaldssamur, vann stórsigur á mótframbjóðanda sínum Akbar Hashemi Rafsanjani, hlaut alls 62 prósent atkvæða. Rafsanjani fékk 36 prósent. Búist hafði verið við því að munurinn yrði lítill svo að úrslitin komu nokkuð á óvart. Ahmadinejad virðist einkum hafa hlotið stuðning fátækari og trúaðri kjósenda sem líkaði málflutningur hans. Hann hét því meðal annars að taka á spillingu og tryggja að olíuauður landsins kæmi öllum íbúum þess til góða, en ekki einungis yfirstéttum. Atvinnuleysi er mikið í Íran og djúp gjá á milli ríkra og fátækra. Framsæknari, frjálslyndari og auðugri borgarar studdu Akbar Rafsanjani sem boðaði umbætur. Stuðningsmenn hans óttast íslamska harðlínustefnu og að frjálslyndar umbætur verði afturkallaðar, eins og til dæmis réttur kvenna til að ganga í ljósum litum og léttklæddari áður og réttur karla og kvenna til að umgangast á almannavettvangi án þess að þurfa að óttast handtöku. Ahmedinejad hefur meðal annars sagst ætla að sporna gegn vestrænni úrkynjun. Hann verður fyrsti forseti Írans í 24 ár sem ekki er múslímaklerkur. Hann var áður í sérsveitum varðaráðsins. Óvíst er nákvæmlega hversu miklu kosning hans breytir því eftir sem áður verður það Æjatolla Ali Khameini sem hefur síðasta orðið um stefnu hins opinbera. Forsetinn hefur þó hingað til getað maldað í móinn og haft áhrif á stefnuna. Nú eru hins vegar allar valdastöður í Íran skipaðar íhaldssömum harðlínumönnum.
Erlent Fréttir Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira