Innlent

Hlutabréf seld í Íslandsbanka

Jón Ásgeir Jóhannesson í Baugi og Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, keyptu hlutabréf í Íslandsbanka í gær fyrir níu og hálfan milljarð króna, en rösklega fimm prósent hlutabréfa í bankanum skiptu um eigendur í gær. Morgunblaðið greinir frá kaupum þeirra Jóns Ásgeirs og Hannesar og rifjar upp að Karl Wernersson greindi frá því nýverið að hann stefndi að því að stofna sérstakt eignarhaldsfélag með Jóni Ásgeiri og Hannesi og væri stefnt að því að það yrði kjölfestufjárfestir í Íslandsbanka.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×