Vaknaði við að báturinn lak 20. september 2005 00:01 "Skrúfa losnaði hjá inntaki við vél og upp kom leki," segir Reinhard Svavarsson, skipstjóri á Þjóðbjörgu GK-110. Reinhard komst í hann krappan á tíunda tímanum í gærmorgun þegar mikill leki kom að vélarrúmi Þjóðbjargarinnar, sem er níu tonna plastbátur, skráður í Grindavík. "Strákarnir hjá Gæslunni náðu að stöðva lekann," bætir Reinhard við. Hann hafði lagt sig og hrökk upp við ósköpin. Reinhard kallaði upp vaktstöð siglinga á neyðarrás klukkan 9.20 í gærmorgun. Hann var þá staddur þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir veittu aðstoð. Bátur var í um sjö sjómílna fjarlægð og hélt hann þegar af stað til hjálpar. Um klukkan tíu mínútur fyrir tíu voru tveir bátar komnir á vettvang. Þá var Reinhard kominn í flotgalla og amaði ekkert að honum. Sjór var kominn upp að merkingum og báturinn að fyllast. Gunnþór ÞH-75 tók Þjóðbjörgu í tog en björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði leysti hann fljótlega af. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út en sneri fljótlega til baka þar sem hættan var liðin hjá. Varðskipið Ægir var statt á norðanverðum Faxaflóa og kom á vettvang með öflugar dælur og kafara sem náðu að dæla úr bátnum og komast fyrir lekann. Ægir fylgdi síðan Hannesi Þ. Hafstein og Þjóðbjörgu eftir til hafnar í Sandgerði en þangað var komið rétt rúmlega eitt eftir hádegi. "Ég ætla að flýta mér heim og fara í þurr föt," sagði Reinhard við komuna þegar hann hafði bundið landfestar á Þjóðbjörginni. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, kona Reinhards, tók á móti honum og urðu þar fagnaðarfundir. Mildi er að björgun hafi gengið þetta greiðlega þar sem lekinn var umtalsverður. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
"Skrúfa losnaði hjá inntaki við vél og upp kom leki," segir Reinhard Svavarsson, skipstjóri á Þjóðbjörgu GK-110. Reinhard komst í hann krappan á tíunda tímanum í gærmorgun þegar mikill leki kom að vélarrúmi Þjóðbjargarinnar, sem er níu tonna plastbátur, skráður í Grindavík. "Strákarnir hjá Gæslunni náðu að stöðva lekann," bætir Reinhard við. Hann hafði lagt sig og hrökk upp við ósköpin. Reinhard kallaði upp vaktstöð siglinga á neyðarrás klukkan 9.20 í gærmorgun. Hann var þá staddur þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði til nærstaddra báta og óskaði eftir að þeir veittu aðstoð. Bátur var í um sjö sjómílna fjarlægð og hélt hann þegar af stað til hjálpar. Um klukkan tíu mínútur fyrir tíu voru tveir bátar komnir á vettvang. Þá var Reinhard kominn í flotgalla og amaði ekkert að honum. Sjór var kominn upp að merkingum og báturinn að fyllast. Gunnþór ÞH-75 tók Þjóðbjörgu í tog en björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði leysti hann fljótlega af. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, var kölluð út en sneri fljótlega til baka þar sem hættan var liðin hjá. Varðskipið Ægir var statt á norðanverðum Faxaflóa og kom á vettvang með öflugar dælur og kafara sem náðu að dæla úr bátnum og komast fyrir lekann. Ægir fylgdi síðan Hannesi Þ. Hafstein og Þjóðbjörgu eftir til hafnar í Sandgerði en þangað var komið rétt rúmlega eitt eftir hádegi. "Ég ætla að flýta mér heim og fara í þurr föt," sagði Reinhard við komuna þegar hann hafði bundið landfestar á Þjóðbjörginni. Þjóðbjörg Gunnarsdóttir, kona Reinhards, tók á móti honum og urðu þar fagnaðarfundir. Mildi er að björgun hafi gengið þetta greiðlega þar sem lekinn var umtalsverður.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira