Innlent

Mikill skortur á leikskólakennurum

Stjórnarmenn í stjórn Félags leikskólakennara harma það að varla sé minnst á skort á faglærðum leikskólakennurum í umræðu um starfsmannaskort á leikskólum. Þeir segja einblínt á að ófaglærða starfsmenn vanti þrátt fyrir að nú þegar sé alltof hátt hlutfall ófaglærðra starfsmanna við störf á leikskólum. Í yfirlýsingu stjórnarinnar segir að nú þegar séu rúmlega 60 prósent starfsmanna á leikskólum án leikskólakennaramenntunar. Margir hinna ófaglærðu staldri stutt við og fæstir ætli sér að starfa á leikskóla til frambúðar. Segja stjórnarmenn að starfsmannaskortur í leikskólum væri mun minni en hann er núna ef hlutfall faglærðra starfsmanna væri hærra. Því sé meginverkefnið að fá fleiri leikskólakennara til starfa. Stjórnarmenn gagnrýna Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra fyrir orð sem hún lét falla í fréttum sjónvarps í gærkvöldi. Þar lýsti hún því yfir að fyrst og fremst vantaði ófaglært starfsfólk í leikskólana en minntist ekki á að fagmenntaða leikskólakennara vantaði líka. "Þessu eiga kennarar erfitt með að kyngja og finnst að sér vegið," segir í yfirlýsingu stjórnar Félags leikskólakennara.. ekki lengur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×