Innlent

Mannbjörg fyrir utan Garðskaga

Einum manni var bjargað í morgun þegar mikill leki kom skyndilega að bát hans þar sem hann var staddur um þrettán sjómílur norðvestur af Garðskaga. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en áður en hún kom á vettvang var manninum bjargað um borð í bát sem staddur var um sjö sjómílur frá Þjóðbjörgu, þegar hún sendi neyðarkall, og náði til hans í tæka tíð. Búið er að taka bátinn í tog er bátur með hann á leið til hafnar í Sandgerði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×