Erlent

Sophia Loren heiðursborgari

Ítalska leikkonan Sophia Loren var kjörin heiðursborgari í strandbænum Pozzuoli í Suður-Ítalíu í gær. Leikkonan, sem er sjötug, brast í grát við athöfn sem bæjarbúar héldu henni til heiðurs. Hún ólst upp í bænum en neyddist til að flýja þaðan með foreldrum sínum í síðari heimsstyrjöld. Hún býr í dag sitt á hvað í Bandaríkjunum og Sviss. "Þakka ykkur fyrir, þakka ykkur fyrir," mun hún hafa sagt er hún tók við viðurkenningunni. "Ég veit ekki hvort ég á þetta skilið."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×