Erlent

Verkfalli afstýrt á elleftu stundu

Samningamönnum fimm hundruð tæknimanna hjá norska olíurisanum Statoil og stjórnendum fyrirtækisins tókst á elleftu stundu í gærkvöldi að afstýra verkfalli tæknimannanna sem átti að hefjast á miðnætti. Ef til þess hefði komið hefði starfsemi fyrirtækisins nær lamast og stórlega dregið úr gas-og olíuframleiðslu. Þannig hefði olíuframleiðslan dregist saman um a.m.k. eina milljón tunna á dag enda var yfirvofandi verkfallið meðal annars talið hafa átt einhvern þátt í olíuverðshækkunum á heimsmarkaði að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×