Pólitískir vinir Bush 9. september 2005 00:01 Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Öllum sem vildu komast frá New Orleans hefur nú verið bjargað. Lögreglu- og björgunarsveitir hafa fengið það hlutverk að koma þeim sem ekki vilja fara á brott. Talið er að um tíu þúsund manns hafist ennþá við í borginni og segja björgunarmenn á vettvangi að margir séu með óráði. Hægt og rólega lækkar yfirborð vatnsins í borginni sem er nánast orðið þykkt af drullu, bensíni, olíu, spilliefnum, braki, bakteríum og líkum. Björgunarstarfið er nú komið í ágætis horf en gagnrýnin á hversu lengi það tók fer vaxandi. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var á ferð um hamfarasvæðin í gær til að reyna að slá á gagnrýnina. Hann sagði að björgunarstörf miðaði vel áfram en mikið verk væri enn óunnið. „Umfang þessa verkefnis er að endurheimta allt í New Orleans og Suður-Louisiana. Þetta er gríðarlegt,“ sagði Cheney. Kannanir benda til þess að almenningur sé Bush forseta reiður vegna viðbragðanna. Sextíu og sjö prósent aðspurðra í könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar sögðust telja að forsetinn hefði getað brugðist hraðar og betur við en tuttugu og átta prósent voru á því að hann hefði gert allt sem hann gat. Colin Powell bættist í hóp gagnrýnendanna í dag. Hann var talinn líklegur stjórnandi samhæfðra aðgerða yfirvalda en í viðtali sem birt verður í kvöld á sjónvarpsstöðinni ABC segir hann að víðtæk mistök hafi verið gerð á öllum stjórnvaldsstigum. Viðvaranir hafi verið margar og komið tímanlega en lítið sem ekkert hafi verið gert. Gagnrýnin beinist einnig að stjórnendum FEMA, almannavarnanna vestra. Washington Post greinir frá því í dag að fæstir þeirra séu fagmenn á sviði almannavarna heldur pólitískir stuðningsmenn og vinir Bush forseta. Fagmennirnir hafi yfirgefið stofnunina þegar þeir tóku við. Nú undir kvöld greindi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna svo frá því að Michael Brown, yfirmaður almannavarna, stýrði ekki lengur björgunaraðgerðum á hamfarasvæðunum. Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Slæleg viðbrögð við fellibylnum Katrínu leiða til sífellt harðari gagnrýni á Bush Bandaríkjaforseta og nánustu samstarfsmenn hans. Colin Powell hefur nú bæst í hóp gagnrýnendanna og í dag var greint frá því að yfirmenn almannavarna væru ekki fagmenn heldur pólitískir vinir Bush. Öllum sem vildu komast frá New Orleans hefur nú verið bjargað. Lögreglu- og björgunarsveitir hafa fengið það hlutverk að koma þeim sem ekki vilja fara á brott. Talið er að um tíu þúsund manns hafist ennþá við í borginni og segja björgunarmenn á vettvangi að margir séu með óráði. Hægt og rólega lækkar yfirborð vatnsins í borginni sem er nánast orðið þykkt af drullu, bensíni, olíu, spilliefnum, braki, bakteríum og líkum. Björgunarstarfið er nú komið í ágætis horf en gagnrýnin á hversu lengi það tók fer vaxandi. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, var á ferð um hamfarasvæðin í gær til að reyna að slá á gagnrýnina. Hann sagði að björgunarstörf miðaði vel áfram en mikið verk væri enn óunnið. „Umfang þessa verkefnis er að endurheimta allt í New Orleans og Suður-Louisiana. Þetta er gríðarlegt,“ sagði Cheney. Kannanir benda til þess að almenningur sé Bush forseta reiður vegna viðbragðanna. Sextíu og sjö prósent aðspurðra í könnun Pew-rannsóknarstofnunarinnar sögðust telja að forsetinn hefði getað brugðist hraðar og betur við en tuttugu og átta prósent voru á því að hann hefði gert allt sem hann gat. Colin Powell bættist í hóp gagnrýnendanna í dag. Hann var talinn líklegur stjórnandi samhæfðra aðgerða yfirvalda en í viðtali sem birt verður í kvöld á sjónvarpsstöðinni ABC segir hann að víðtæk mistök hafi verið gerð á öllum stjórnvaldsstigum. Viðvaranir hafi verið margar og komið tímanlega en lítið sem ekkert hafi verið gert. Gagnrýnin beinist einnig að stjórnendum FEMA, almannavarnanna vestra. Washington Post greinir frá því í dag að fæstir þeirra séu fagmenn á sviði almannavarna heldur pólitískir stuðningsmenn og vinir Bush forseta. Fagmennirnir hafi yfirgefið stofnunina þegar þeir tóku við. Nú undir kvöld greindi heimavarnaráðherra Bandaríkjanna svo frá því að Michael Brown, yfirmaður almannavarna, stýrði ekki lengur björgunaraðgerðum á hamfarasvæðunum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira