Sterkir í skotapilsum á Skagnum 9. september 2005 00:01 Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara" og auk þeirra verða þeir Sæmundur Sæmundsson, Unnar Garðarsson, Óðinn Björnsson, Heiðar Geirmundsson, Jens Fylkisson og gamli kúluvarpskóngurinn Pétur Guðmundsson í eldlínunni. Boris er í óðaönn að undirbúa sig fyrir keppnina Sterkasti maður heims, sem fram fer í Kína í lok mánaðarins og þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær, sagðist hann vel sáttur við að taka þátt í einni "léttri" keppni áður en hann færi út. "Þetta er af dálítið öðrum toga en aflraunirnar, en þetta er rosalega skemmtilegt. Maður á munn síður á hættu að meiða sig í þessu en í aflraununum og þetta er bara skemmtileg tilbreyting. Það er ómögulegt að segja til um það hverjir eru sigurstranglegastir í þessari keppni, en ég tippa á að þeir Pétur Guðmundsson og Sæmundur eigi eftir að verða mjög öflugir," sagði Óskar, sem viðurkennir að hann sé ekki mesta tæknitröllið í hópnum, en segist vega það upp með styrk. "Þeir Sæmi og Pétur eru mjög líklegir, en svo er Auðunn nýkominn af Evrópumótinu um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í fimmta sæti, svo að þetta verður mjög spennandi," sagði Boris. Keppnin hefst við Skógræktina á Akranesi klukkan 14 í dag. Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Í dag verður Íslandsmótið í Hálandaleikum á haldið á Akranesi, þar sem flestir okkar fremstu víkingar etja kappi í kastgreinum á skoska vísu. Sterkasti maður Íslands, Kristinn Óskar Haraldsson "Boris" verður á meðal keppenda ásamt Auðunni Jónssyni "Verndara" og auk þeirra verða þeir Sæmundur Sæmundsson, Unnar Garðarsson, Óðinn Björnsson, Heiðar Geirmundsson, Jens Fylkisson og gamli kúluvarpskóngurinn Pétur Guðmundsson í eldlínunni. Boris er í óðaönn að undirbúa sig fyrir keppnina Sterkasti maður heims, sem fram fer í Kína í lok mánaðarins og þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær, sagðist hann vel sáttur við að taka þátt í einni "léttri" keppni áður en hann færi út. "Þetta er af dálítið öðrum toga en aflraunirnar, en þetta er rosalega skemmtilegt. Maður á munn síður á hættu að meiða sig í þessu en í aflraununum og þetta er bara skemmtileg tilbreyting. Það er ómögulegt að segja til um það hverjir eru sigurstranglegastir í þessari keppni, en ég tippa á að þeir Pétur Guðmundsson og Sæmundur eigi eftir að verða mjög öflugir," sagði Óskar, sem viðurkennir að hann sé ekki mesta tæknitröllið í hópnum, en segist vega það upp með styrk. "Þeir Sæmi og Pétur eru mjög líklegir, en svo er Auðunn nýkominn af Evrópumótinu um síðustu helgi þar sem hann hafnaði í fimmta sæti, svo að þetta verður mjög spennandi," sagði Boris. Keppnin hefst við Skógræktina á Akranesi klukkan 14 í dag.
Íþróttir Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Fótbolti Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira