Erlent

Katrín: Þúsundir dýra á vergangi

Sum fórnarlömb Katrínar geta enga björg sér veitt, til dæmis gæludýr sem skilin voru eftir í þúsundatali. Þau eru á vergangi, illa til reika, eða föst í flóðavatninu. Um alla borg heyrist gelt. Hundar sem skildir voru eftir eða mátti ekki taka með um borð í rútur sem fluttu fólk á brott.Margir standa á kafi í vatni og eiga í basli með að halda höfðinu fyrir ofan vatnsborðið. Dýrin geta sér mörg hver enga björg veitt svo það er mannfólksins að koma þeim til bjargar. Töluvert af fólki hefur snúið aftur til þeirra hluta borgarinnar þar sem ástandið er einna skást til þess eins að leita gæludýranna sinna. Sumir eru heppnir, aðrir ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×