Erlent

Flutt á brott með valdi

Brottflutningur fólks með valdi hefst í New Orleans í dag. Lögreglu- og björgunarsveitarmenn eru nú að mestu búnir að kemba borgina í leit sinni að fólki sem vildi komast burt. Þegar því lýkur munu lögreglu- og hermenn ganga hús úr húsi og flytja þá sem enn eru eftir burt, með góðu eða illu. Lögreglustjórinn í New Orleans sagði í gærkvöldi að skynsemin yrði höfð að leiðarljósi og reynt yrði eftir fremsta megni að beita ekki ofbeldi við brottfluttninginn. Víðtæk leit að líkum hófst í gær og hafa tuttugu og fimm þúsund líkpokar verið sendir til borgarinnar, þó að enn hafi bara fundist um hundrað lík. Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi einróma fimmtíu og tveggja milljarða dollara aukafjárveitingu vegna hamfaranna.-



Fleiri fréttir

Sjá meira


×