Innlent

Breytingar gangi kannski til baka

Til greina kemur að hætta við breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkurborgar. Breytingarnar fælu í sér umtalsverða hækkun leikskólagjalda fyrir foreldra þar sem annað foreldri stundar nám en hitt vinnur úti og hafa forsvarsmenn stúdenta mótmælt breytingunum. Málið kom til umræðu á borgarráðsfundi í gær þar sem Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætt yrði við breytingarnar. "Ég fagna því ef stuðningur fæst í borgarstjórn fyrir því að þessar breytingar verði látnar ganga til baka," segir Stefán Jón.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×