Ráðherralisti Angelu Merkel 18. ágúst 2005 00:01 Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja. Efnahagsmálin eru efst á baugi en hætt er við að Merkel kætist lítt við að berja forsíðu nýjasta tölublaðs Economist augum. Þar er rætt um þýska efnahagsundrið - nokkuð sem Þjóðverjar eiga án efa eftir að undrast. Borið er lof á umdeilda umbótastefnu Schröders kanslara og stjórnar hans - og fullyrt að svo lengi sem stjórnmálamenn klúðri ekki öllu sé Þýskaland á réttri leið. Ekki er að sjá að Merkel og félaga sé þörf til að tryggja það, miðað við Economist. Innflytjendamál og útlendingar í Þýskalandi eru bæði flókið og áberandi málefni fyrir kosningar í Þýskalandi og svo virðist sem þar ætli Merkel að sýna hörku. Günther Beckstein, harðlínumaður frá Bæjaralandi, sér um innanríkis- og öryggismál. Hann mill meðal annars reka öfgamúslíma frá Þýskalandi og hefur oft farið mjög fyrir brjóstið á félagshyggjufólki. Menntamálaráðherraefnið hefur svo verið í broddi fylkingar í baráttu fyrir því að íslamskir kennarar í Þýskalandi fái ekki að vera með höfuðklúta eða blæjur í vinnunni. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja. Efnahagsmálin eru efst á baugi en hætt er við að Merkel kætist lítt við að berja forsíðu nýjasta tölublaðs Economist augum. Þar er rætt um þýska efnahagsundrið - nokkuð sem Þjóðverjar eiga án efa eftir að undrast. Borið er lof á umdeilda umbótastefnu Schröders kanslara og stjórnar hans - og fullyrt að svo lengi sem stjórnmálamenn klúðri ekki öllu sé Þýskaland á réttri leið. Ekki er að sjá að Merkel og félaga sé þörf til að tryggja það, miðað við Economist. Innflytjendamál og útlendingar í Þýskalandi eru bæði flókið og áberandi málefni fyrir kosningar í Þýskalandi og svo virðist sem þar ætli Merkel að sýna hörku. Günther Beckstein, harðlínumaður frá Bæjaralandi, sér um innanríkis- og öryggismál. Hann mill meðal annars reka öfgamúslíma frá Þýskalandi og hefur oft farið mjög fyrir brjóstið á félagshyggjufólki. Menntamálaráðherraefnið hefur svo verið í broddi fylkingar í baráttu fyrir því að íslamskir kennarar í Þýskalandi fái ekki að vera með höfuðklúta eða blæjur í vinnunni.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira