Fimm ráðuneyti án kvenna 15. september 2005 00:01 Forstöðumenn ríkisins á vegum ráðuneyta eru nú 222, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Frá því í febrúar á síðasta ári hefur þeim fækkað um þrjá forstöðumenn. 77 prósent forstöðumanna eru karlar, eða 172, og 23 prósent eru konur, eða 50. Hlutfall kvenna í stöðu forstöðumanns hefur aukist um eitt prósentustig frá því í febrúar 2004, sem útskýrist af því að forstöðumennirnir þrír sem hafa hætt voru allir karlmenn. Í utanríkisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti eru engar konur starfandi forstöðumenn, né heldur hjá Hagstofunni, en þar starfar einn forstöðumaður. Hæst er hlutfall kvenna í stöðu forstöðumanns hjá forsætisráðuneytinu, en þar eru þrjár af fimm forstöðumönnum konur. Næsthæst er hlufall kvenna í stöðu forstöðumanns hjá félagsmálaráðuneytinu, tæp 43 prósent. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að engin forstöðumaður hafi verið ráðinn í hennar tíð. "Það er ein ráðning sem ég hef staðið að, sem var endurráðning." Hún segir að mjög vel sé staðið að jafnréttismálum í ráðuneytinu. Tveir skrifstofustjórar af fjórum séu konur og þegar litið sé til nefndarstarfs séu um þrjátíu prósent nefndarmanna á vegum ráðuneytisins konur. "Ég held að megi segja að þegar málin eru skoðuð, hefur þetta ráðuneyti staðið framarlega. Þetta eru hins vegar mál sem þurfa alltaf að vera til skoðunar, við vitum það." Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að af fjórum forstöðumannsstöðum ráðuneytissins komi hún ekki að ráðningu þriggja, heldur sé það mál stjórnar stofnana. Hún segir að bæði orkugeirinn og fjármálageirinn séu ansi mikil karlaveldi. "Þetta atvinnulífstengda starf og stofnanir eru mjög karllægar. Ég er ekki sérstaklega stollt yfir þessari útkomu í mínum stofnunum, en við ráðningu hef ég lagt mikla áherslu á að fara faglega í hlutina og skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Guðna Ágústson landbúnaðarráðherra. Kynjaskipting í forstöðumannahóp ríkisins Ráðuneyti Karlar Konur Samtals Forsætisráðuneytið 2 3 5 Menntamálaráðuneytið 35 19 54 Utanríkisráðuneytið 4 - 4 Landbúnaðarráðuneytið 10 - 10 Sjávarútvegsráðuneytið 5 1 6 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 33 10 43 Félagsmálaráðuneytið 8 6 14 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 25 8 33 Fjármálaráðuneytið 20 1 21 Samgönguráðuneytið 8 1 9 Iðnaðarráðuneytið 7 1 8 Viðskiptaráðuneytið 4 - 4 Hagstofa Íslands 1 - 1 Umhverfisráðuneytið 10 - 10 Samtals 172 50 222 Kynjaskipting 77% 23% 100% Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Forstöðumenn ríkisins á vegum ráðuneyta eru nú 222, að því er fram kemur í vefriti fjármálaráðuneytisins. Frá því í febrúar á síðasta ári hefur þeim fækkað um þrjá forstöðumenn. 77 prósent forstöðumanna eru karlar, eða 172, og 23 prósent eru konur, eða 50. Hlutfall kvenna í stöðu forstöðumanns hefur aukist um eitt prósentustig frá því í febrúar 2004, sem útskýrist af því að forstöðumennirnir þrír sem hafa hætt voru allir karlmenn. Í utanríkisráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti, viðskiptaráðuneyti og umhverfisráðuneyti eru engar konur starfandi forstöðumenn, né heldur hjá Hagstofunni, en þar starfar einn forstöðumaður. Hæst er hlutfall kvenna í stöðu forstöðumanns hjá forsætisráðuneytinu, en þar eru þrjár af fimm forstöðumönnum konur. Næsthæst er hlufall kvenna í stöðu forstöðumanns hjá félagsmálaráðuneytinu, tæp 43 prósent. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra segir að engin forstöðumaður hafi verið ráðinn í hennar tíð. "Það er ein ráðning sem ég hef staðið að, sem var endurráðning." Hún segir að mjög vel sé staðið að jafnréttismálum í ráðuneytinu. Tveir skrifstofustjórar af fjórum séu konur og þegar litið sé til nefndarstarfs séu um þrjátíu prósent nefndarmanna á vegum ráðuneytisins konur. "Ég held að megi segja að þegar málin eru skoðuð, hefur þetta ráðuneyti staðið framarlega. Þetta eru hins vegar mál sem þurfa alltaf að vera til skoðunar, við vitum það." Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að af fjórum forstöðumannsstöðum ráðuneytissins komi hún ekki að ráðningu þriggja, heldur sé það mál stjórnar stofnana. Hún segir að bæði orkugeirinn og fjármálageirinn séu ansi mikil karlaveldi. "Þetta atvinnulífstengda starf og stofnanir eru mjög karllægar. Ég er ekki sérstaklega stollt yfir þessari útkomu í mínum stofnunum, en við ráðningu hef ég lagt mikla áherslu á að fara faglega í hlutina og skoða allar umsóknir með jákvæðu hugarfari." Ekki náðist í Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Guðna Ágústson landbúnaðarráðherra. Kynjaskipting í forstöðumannahóp ríkisins Ráðuneyti Karlar Konur Samtals Forsætisráðuneytið 2 3 5 Menntamálaráðuneytið 35 19 54 Utanríkisráðuneytið 4 - 4 Landbúnaðarráðuneytið 10 - 10 Sjávarútvegsráðuneytið 5 1 6 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið 33 10 43 Félagsmálaráðuneytið 8 6 14 Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 25 8 33 Fjármálaráðuneytið 20 1 21 Samgönguráðuneytið 8 1 9 Iðnaðarráðuneytið 7 1 8 Viðskiptaráðuneytið 4 - 4 Hagstofa Íslands 1 - 1 Umhverfisráðuneytið 10 - 10 Samtals 172 50 222 Kynjaskipting 77% 23% 100%
Fréttir Innlent Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira