17 milljónir í einbýlishúsalóð 5. mars 2005 00:01 Menn buðu allt að 17,2 milljónir króna í lóðir fyrir einbýlishús í lóðaútboði fyrir þriðja áfanga í Norðlingaholti. Boðinn var út byggingarréttur á fjórtán lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús og bárust 885 tilboð frá 123 fyrirtækjum og einstaklingum í lóðirnar. Ekki verður þó af því að borgaryfirvöld fái rúmar 17 milljónir fyrir einstakar lóðir. "Ég ætla að falla frá þessu tilboði, það var aðeins of hátt," segir Óli Þór Barðdal hjá Grandavör sem átti hæsta tilboðið í einbýlishúsalóðir. Nokkuð var um tilboð upp á tólf til fimmtán milljónir í einbýlishúsalóðir. Boðin eru töluvert hærri en í síðasta útboði. Hæsta tilboð í lóð fyrir tólf íbúða keðjuhús nam 111,4 milljónum króna, andvirði rúmra níu milljóna á íbúð. Hæst voru boðnar 120,5 milljónir í lóð þar sem byggja á samtengd tvíbýlishús með fjórtán íbúðum, tæpar níu milljónir á hús. Þá barst boð upp á 183 milljónir króna fyrir 27 til 30 íbúða fjölbýlishús og samsvarar það því að lóðaverð á hverja íbúð nemi sex til sjö milljón krónum. Helgi Hákon Jónsson í Eignakaupum er ekki í vafa um að þetta hátt lóðaverð geti leitt til verðhækkana um allt höfuðborgarsvæðið, ekki síst þegar tekið er tillit til hás verðs í lóðaútboði í Garðabæ fyrir skemmstu. "Það segir sig sjálft að hærri lóðaverð þýða hærri fasteignaverð," segir Helgi Hákon. "Svo er spurning: Hvað er upphaf og endir? Ef lóðirnar eru of dýrar þá ættu þær ekki að seljast." Stöðugar verðhækkanir hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. "Þetta kjaftar upp verðið. Það hlýtur að koma að því að markaðurinn mettist," segir hann og kveðst merkja örvæntingu meðal sumra sem eru búnir að selja en eiga eftir að kaupa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
Menn buðu allt að 17,2 milljónir króna í lóðir fyrir einbýlishús í lóðaútboði fyrir þriðja áfanga í Norðlingaholti. Boðinn var út byggingarréttur á fjórtán lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús og bárust 885 tilboð frá 123 fyrirtækjum og einstaklingum í lóðirnar. Ekki verður þó af því að borgaryfirvöld fái rúmar 17 milljónir fyrir einstakar lóðir. "Ég ætla að falla frá þessu tilboði, það var aðeins of hátt," segir Óli Þór Barðdal hjá Grandavör sem átti hæsta tilboðið í einbýlishúsalóðir. Nokkuð var um tilboð upp á tólf til fimmtán milljónir í einbýlishúsalóðir. Boðin eru töluvert hærri en í síðasta útboði. Hæsta tilboð í lóð fyrir tólf íbúða keðjuhús nam 111,4 milljónum króna, andvirði rúmra níu milljóna á íbúð. Hæst voru boðnar 120,5 milljónir í lóð þar sem byggja á samtengd tvíbýlishús með fjórtán íbúðum, tæpar níu milljónir á hús. Þá barst boð upp á 183 milljónir króna fyrir 27 til 30 íbúða fjölbýlishús og samsvarar það því að lóðaverð á hverja íbúð nemi sex til sjö milljón krónum. Helgi Hákon Jónsson í Eignakaupum er ekki í vafa um að þetta hátt lóðaverð geti leitt til verðhækkana um allt höfuðborgarsvæðið, ekki síst þegar tekið er tillit til hás verðs í lóðaútboði í Garðabæ fyrir skemmstu. "Það segir sig sjálft að hærri lóðaverð þýða hærri fasteignaverð," segir Helgi Hákon. "Svo er spurning: Hvað er upphaf og endir? Ef lóðirnar eru of dýrar þá ættu þær ekki að seljast." Stöðugar verðhækkanir hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. "Þetta kjaftar upp verðið. Það hlýtur að koma að því að markaðurinn mettist," segir hann og kveðst merkja örvæntingu meðal sumra sem eru búnir að selja en eiga eftir að kaupa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira