17 milljónir í einbýlishúsalóð 5. mars 2005 00:01 Menn buðu allt að 17,2 milljónir króna í lóðir fyrir einbýlishús í lóðaútboði fyrir þriðja áfanga í Norðlingaholti. Boðinn var út byggingarréttur á fjórtán lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús og bárust 885 tilboð frá 123 fyrirtækjum og einstaklingum í lóðirnar. Ekki verður þó af því að borgaryfirvöld fái rúmar 17 milljónir fyrir einstakar lóðir. "Ég ætla að falla frá þessu tilboði, það var aðeins of hátt," segir Óli Þór Barðdal hjá Grandavör sem átti hæsta tilboðið í einbýlishúsalóðir. Nokkuð var um tilboð upp á tólf til fimmtán milljónir í einbýlishúsalóðir. Boðin eru töluvert hærri en í síðasta útboði. Hæsta tilboð í lóð fyrir tólf íbúða keðjuhús nam 111,4 milljónum króna, andvirði rúmra níu milljóna á íbúð. Hæst voru boðnar 120,5 milljónir í lóð þar sem byggja á samtengd tvíbýlishús með fjórtán íbúðum, tæpar níu milljónir á hús. Þá barst boð upp á 183 milljónir króna fyrir 27 til 30 íbúða fjölbýlishús og samsvarar það því að lóðaverð á hverja íbúð nemi sex til sjö milljón krónum. Helgi Hákon Jónsson í Eignakaupum er ekki í vafa um að þetta hátt lóðaverð geti leitt til verðhækkana um allt höfuðborgarsvæðið, ekki síst þegar tekið er tillit til hás verðs í lóðaútboði í Garðabæ fyrir skemmstu. "Það segir sig sjálft að hærri lóðaverð þýða hærri fasteignaverð," segir Helgi Hákon. "Svo er spurning: Hvað er upphaf og endir? Ef lóðirnar eru of dýrar þá ættu þær ekki að seljast." Stöðugar verðhækkanir hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. "Þetta kjaftar upp verðið. Það hlýtur að koma að því að markaðurinn mettist," segir hann og kveðst merkja örvæntingu meðal sumra sem eru búnir að selja en eiga eftir að kaupa. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Menn buðu allt að 17,2 milljónir króna í lóðir fyrir einbýlishús í lóðaútboði fyrir þriðja áfanga í Norðlingaholti. Boðinn var út byggingarréttur á fjórtán lóðum fyrir fjölbýlishús, raðhús og einbýlishús og bárust 885 tilboð frá 123 fyrirtækjum og einstaklingum í lóðirnar. Ekki verður þó af því að borgaryfirvöld fái rúmar 17 milljónir fyrir einstakar lóðir. "Ég ætla að falla frá þessu tilboði, það var aðeins of hátt," segir Óli Þór Barðdal hjá Grandavör sem átti hæsta tilboðið í einbýlishúsalóðir. Nokkuð var um tilboð upp á tólf til fimmtán milljónir í einbýlishúsalóðir. Boðin eru töluvert hærri en í síðasta útboði. Hæsta tilboð í lóð fyrir tólf íbúða keðjuhús nam 111,4 milljónum króna, andvirði rúmra níu milljóna á íbúð. Hæst voru boðnar 120,5 milljónir í lóð þar sem byggja á samtengd tvíbýlishús með fjórtán íbúðum, tæpar níu milljónir á hús. Þá barst boð upp á 183 milljónir króna fyrir 27 til 30 íbúða fjölbýlishús og samsvarar það því að lóðaverð á hverja íbúð nemi sex til sjö milljón krónum. Helgi Hákon Jónsson í Eignakaupum er ekki í vafa um að þetta hátt lóðaverð geti leitt til verðhækkana um allt höfuðborgarsvæðið, ekki síst þegar tekið er tillit til hás verðs í lóðaútboði í Garðabæ fyrir skemmstu. "Það segir sig sjálft að hærri lóðaverð þýða hærri fasteignaverð," segir Helgi Hákon. "Svo er spurning: Hvað er upphaf og endir? Ef lóðirnar eru of dýrar þá ættu þær ekki að seljast." Stöðugar verðhækkanir hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. "Þetta kjaftar upp verðið. Það hlýtur að koma að því að markaðurinn mettist," segir hann og kveðst merkja örvæntingu meðal sumra sem eru búnir að selja en eiga eftir að kaupa.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira