Aron Pálmi hvorki bitur né reiður 15. september 2005 00:01 Aron Pálmi Ágústsson, sem hefur mátt dúsa í fangelsi í Texas í rúm átta ár vegna brota sem hann framdi ellefu ára gamall, segist hvorki bitur né reiður yfir örlögum sínum. Hann vonast til að hefja nýjan kafla í lífi sínu á Íslandi innan skamms og ætlar að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Saga Arons Pálma undanfarin átta ár er ein samfelld þrautarganga. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið í stofufangelsi og sex ár þar á undan var hann í unglingafangelsi í Texas. Hann bíður nú óþreyjufullur eftir að fylkisstjórinn í Texas skrifi undir náðunarbeiðni sem liggur á borðinu hjá honum. Ráðgjafar fylkisstjórans hafa allir sem einn lagt til að Aron fái náðun og allt útlit er fyrir að hann öðlist loks frelsi á næstu vikunum. Í viðtali við Kristin Hrafnsson fyrr í vikunni sagðist Aron sannfærður um að það eina sem stæði í veg fyrir frelsi sínu væri skriffinska. Undanfarin tvö ár hefur Aron öllum stundum gengið með senditæki um ökklann svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann má fara út í búð, í skólann, með þvottinn og í kirkju, en annað ekki. Hann segist orðinn mjög óþreyjufullur og biðin sé hálfu erfiðari nú þegar hann sjái fyrir endann á vistinni. Hann finni nánast bragðið af frelsinu. Aron telur að fellibylurinn Katrín gæti haft sitt að segja um að ekki hafi enn tekist að ljúka máli hans. Fjöldi fólks hafi komið frá New Orleans til Texas undanfarnar vikur og mikið að gera á skrifstofu fylkisstjórans. Aron Pálmi segist búast við að fyrstu dagarnir eftir að hann losni verði skrýtnir og allt að því óraunverulegir. En hann ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus. Stefnir að því að fara í skóla og læra sálfræði og er staðráðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. „Ég vil ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og ég. Þetta hefur verið svekkjandi og stundum ógnvekjandi. Ég vil hafa áhrif til að koma á einhverjum breytingum,“ segir Aron. En þrátt fyrir allt saman segist Aron ekki reiður, enda sé það tímasóun að velta sér upp úr því sem er búið og gert. „Reiði er sóun á orku. Ég nota tilfinningar mínar sem hvatningu til að halda áfram,“ segir Aron Pálmi. Viðtalið við Aron Pálma var sýnt í heild sinni í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á það í VefTV Vísis. Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira
Aron Pálmi Ágústsson, sem hefur mátt dúsa í fangelsi í Texas í rúm átta ár vegna brota sem hann framdi ellefu ára gamall, segist hvorki bitur né reiður yfir örlögum sínum. Hann vonast til að hefja nýjan kafla í lífi sínu á Íslandi innan skamms og ætlar að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. Saga Arons Pálma undanfarin átta ár er ein samfelld þrautarganga. Síðastliðin tvö ár hefur hann verið í stofufangelsi og sex ár þar á undan var hann í unglingafangelsi í Texas. Hann bíður nú óþreyjufullur eftir að fylkisstjórinn í Texas skrifi undir náðunarbeiðni sem liggur á borðinu hjá honum. Ráðgjafar fylkisstjórans hafa allir sem einn lagt til að Aron fái náðun og allt útlit er fyrir að hann öðlist loks frelsi á næstu vikunum. Í viðtali við Kristin Hrafnsson fyrr í vikunni sagðist Aron sannfærður um að það eina sem stæði í veg fyrir frelsi sínu væri skriffinska. Undanfarin tvö ár hefur Aron öllum stundum gengið með senditæki um ökklann svo hægt sé að fylgjast með ferðum hans. Hann má fara út í búð, í skólann, með þvottinn og í kirkju, en annað ekki. Hann segist orðinn mjög óþreyjufullur og biðin sé hálfu erfiðari nú þegar hann sjái fyrir endann á vistinni. Hann finni nánast bragðið af frelsinu. Aron telur að fellibylurinn Katrín gæti haft sitt að segja um að ekki hafi enn tekist að ljúka máli hans. Fjöldi fólks hafi komið frá New Orleans til Texas undanfarnar vikur og mikið að gera á skrifstofu fylkisstjórans. Aron Pálmi segist búast við að fyrstu dagarnir eftir að hann losni verði skrýtnir og allt að því óraunverulegir. En hann ætlar ekki að sitja aðgerðarlaus. Stefnir að því að fara í skóla og læra sálfræði og er staðráðinn í að nota reynslu sína til að hjálpa öðrum. „Ég vil ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og ég. Þetta hefur verið svekkjandi og stundum ógnvekjandi. Ég vil hafa áhrif til að koma á einhverjum breytingum,“ segir Aron. En þrátt fyrir allt saman segist Aron ekki reiður, enda sé það tímasóun að velta sér upp úr því sem er búið og gert. „Reiði er sóun á orku. Ég nota tilfinningar mínar sem hvatningu til að halda áfram,“ segir Aron Pálmi. Viðtalið við Aron Pálma var sýnt í heild sinni í Íslandi í dag. Hægt er að horfa á það í VefTV Vísis.
Fréttir Innlent Mest lesið Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Holskefla í kortunum Innlent Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Innlent Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Innlent Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Innlent Bílslys í Laugardal Innlent Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fleiri fréttir Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Sjá meira