Innlent

Guttormur felldur

Guttormur, nautið ástkæra í Húsdýragarðinum, verður felldur í dag að sögn Margrétar Daggar Halldórsdóttur, deildarstjóra dýradeildar Húsdýragarðsins. Margrét segir enn fremur að hann verði farinn áður en Húsdýragarðurinn verður opnaður í dag. Guttormur er orðinn þrettán vetra, sem þykir nokkuð mikið þegar naut eiga í hlut. Hann er gigtveikur og stirður. Því hefur verið ákveðið að fella hann nú áður en vetur gengur í garð en Guttormur er líkt og margt mannfólkið þyngri í lund og limum að vetrartíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×