SÞ-umbætur andvana fæddar 15. september 2005 00:01 Frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 60 árum hafa þær vaxið bæði í stærð og áliti. Meginhlutverk þeirra er enn að stuðla að friði í heiminum. En margt hefur líka grafið undan áliti fólks á stofnuninni. Öryggisráðið er oft margklofið innbyrðis og lengi hefur verið deilt um hvernig það skuli skipað. Í þeim tilvikum sem þó hefur tekizt að taka ákvörðun um tilteknar aðgerðir í nafni SÞ hafa þessar aðgerðir oft strandað á því að of seint var gripið til þeirra, of fáir friðargæzluliðar sendir á vettvang og þannig mætti lengi telja. Árangurinn af starfsemi SÞ hefur verið áþreifanlegri á öðrum sviðum, svo sem að stuðla að betri vernd mannréttinda og bættum lífskjörum, en þessum verkefnum sinna sérhæfðar undirstofnanir samtakanna, svo sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO. @.mfyr:Umbótatillögur spanna vítt svið Á undanförnum árum hafa margítrekað komið fram áskoranir um umbætur á Sameinuðu þjóðunum. Skiptist þar mjög í tvö horn hvaða skilning menn vilja leggja í þá kröfu. Bæði þeir sem vilja að SÞ hafi auknu hlutverki að gegna í alþjóðamálum og hinir sem vilja takmarka starfssvið þess, svo sem eingöngu við mannúðarstörf, nota hugtakið "umbætur" um þær breytingar sem þeir vildu sjá gerðar á stofnuninni. Hugmyndir sem komið hafa fram um þetta efni spanna allt frá því að leggja beri SÞ alfarið niður, til hugmynda um að þær verði fullburða alheimsstjórn. Af hálfu stjórnsýslukerfis SÞ sjálfra var fyrstu hugmyndavinnunni um umbætur á stofnuninni hrint af stað fljótlega eftir að núverandi framkvæmdastjóri, Kofi Annan, tók við embætti árið 1997. Meðal þess sem helzt hefur verið nefnt í þessu sambandi er að breyta samsetningu Öryggisráðsins; að gera stjórnsýslu SÞ gegnsærri, ábyrgari og skilvirkari og gera samtökin almennt lýðræðislegri. Af öðrum vinsælum umbótatillögum má nefna að setja beri alþjóðlegan toll á alla vopnaframleiðslu. Í framhaldi af svonefndri Þúsaldaryfirlýsingu SÞ árið 2000 var á leiðtogafundi samtakanna fyrir tveimur árum samþykkt að stefna að því að samþykkja víðtækar umbætur nú á 60 ára afmælisárinu. Í marz 2005 kynnti Annan ítarlegar umbótatillögur sem unnar voru á þessum grundvelli. Í þeim segir meðal annars: "Laga þarf Sameinuðu þjóðirnar að breyttum tímum með aðferðum sem áður þóttu óhugsandi og hingað til óþekktu hugrekki og hraða." En vonir um að þær næðu fram að ganga tóku þó fljótt að blikna. Á tillögurnar skyggði djúpstæður ágreiningur milli hinna ýmsu ríkjahópa, milli ríku iðnríkjanna og fátæku þróunarlandanna, og innbyrðis milli ríkjanna sem mest fé leggja fram til starfsemi SÞ. Til að bæta gráu ofan á svart hafa ásakanir um misferli og spillingu í stjórnkerfi SÞ í tengslum við hina svonefndu "olíu fyrir mat"-áætlun SÞ í Írak komið mjög upp á yfirborðið einmitt nú í aðdraganda leiðtogafundarins, þar sem til stóð að teknar yrðu tímamótaákvarðanir um aukið og breytt hlutverk SÞ á 21. öld. Í dag verður afgreidd lokaályktun 60 ára afmælisleiðtogafundar samtakanna. Vegna áðurnefnds ágreinings segir fátt í henni um hvernig þau verði bezt í stakk búin til að standast kröfur tímans. @.mfyr:Óþol Bandaríkjamanna Þann 17. júní í sumar samþykkti Bandaríkjaþing lög um að skera framlög Bandaríkjanna til SÞ niður um helming fram til ársins 2008 ef ekki yrði tilteknum skilyrðum fullnægt um breytingar á starfsháttum stofnunarinnar. John Bolton, nýr sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, lagði fram breytingartillögur í hátt í 500 liðum við þær umbótatillögur sem Annan lagði fram í vor. Þessi harkalega stefna Bandaríkjamanna gagnvart SÞ er reyndar ekki ný, en hún náði nýju hámarki með þessu. Bandaríkin hafa árum saman stundað að neita að standa við greiðslur til SÞ af pólitískum ástæðum - og vegna fyrirvara um tryggingar fyrir því að féð hverfi ekki í óskilvirkni - og spillingarhít. Bandarískir ráðamenn hafa lengi átt bágt með að umbera það sem þeir álíta vera óskilvirkt skriffinnskubákn, sem þar að auki framleiði ályktanir sem gangi gegn hagsmunum Bandaríkjanna (og skjólstæðings þeirra Ísraels). Ríkisstjórn George W. Bush hefur beitt sér gegn stofnun Alþjóðastríðsglæpadómstólsins, ekki viljað undirrita alþjóðasáttmála um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, gegn pyndingum, gegn jarðsprengjum og fleira. Og ákvörðun Bush-stjórnarinnar um að gera innrás í Írak án þess að hafa til þess umboð SÞ hefur bæði grafið undan trúverðugleika SÞ og ýtt undir sannfæringu margra minni þjóða um mikilvægi þess að styrkja SÞ til þess einmitt að þær geti veitt meintum yfirgangi bandaríska heimsveldisins mótstöðu. Erlent Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Frá því að Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar fyrir 60 árum hafa þær vaxið bæði í stærð og áliti. Meginhlutverk þeirra er enn að stuðla að friði í heiminum. En margt hefur líka grafið undan áliti fólks á stofnuninni. Öryggisráðið er oft margklofið innbyrðis og lengi hefur verið deilt um hvernig það skuli skipað. Í þeim tilvikum sem þó hefur tekizt að taka ákvörðun um tilteknar aðgerðir í nafni SÞ hafa þessar aðgerðir oft strandað á því að of seint var gripið til þeirra, of fáir friðargæzluliðar sendir á vettvang og þannig mætti lengi telja. Árangurinn af starfsemi SÞ hefur verið áþreifanlegri á öðrum sviðum, svo sem að stuðla að betri vernd mannréttinda og bættum lífskjörum, en þessum verkefnum sinna sérhæfðar undirstofnanir samtakanna, svo sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO. @.mfyr:Umbótatillögur spanna vítt svið Á undanförnum árum hafa margítrekað komið fram áskoranir um umbætur á Sameinuðu þjóðunum. Skiptist þar mjög í tvö horn hvaða skilning menn vilja leggja í þá kröfu. Bæði þeir sem vilja að SÞ hafi auknu hlutverki að gegna í alþjóðamálum og hinir sem vilja takmarka starfssvið þess, svo sem eingöngu við mannúðarstörf, nota hugtakið "umbætur" um þær breytingar sem þeir vildu sjá gerðar á stofnuninni. Hugmyndir sem komið hafa fram um þetta efni spanna allt frá því að leggja beri SÞ alfarið niður, til hugmynda um að þær verði fullburða alheimsstjórn. Af hálfu stjórnsýslukerfis SÞ sjálfra var fyrstu hugmyndavinnunni um umbætur á stofnuninni hrint af stað fljótlega eftir að núverandi framkvæmdastjóri, Kofi Annan, tók við embætti árið 1997. Meðal þess sem helzt hefur verið nefnt í þessu sambandi er að breyta samsetningu Öryggisráðsins; að gera stjórnsýslu SÞ gegnsærri, ábyrgari og skilvirkari og gera samtökin almennt lýðræðislegri. Af öðrum vinsælum umbótatillögum má nefna að setja beri alþjóðlegan toll á alla vopnaframleiðslu. Í framhaldi af svonefndri Þúsaldaryfirlýsingu SÞ árið 2000 var á leiðtogafundi samtakanna fyrir tveimur árum samþykkt að stefna að því að samþykkja víðtækar umbætur nú á 60 ára afmælisárinu. Í marz 2005 kynnti Annan ítarlegar umbótatillögur sem unnar voru á þessum grundvelli. Í þeim segir meðal annars: "Laga þarf Sameinuðu þjóðirnar að breyttum tímum með aðferðum sem áður þóttu óhugsandi og hingað til óþekktu hugrekki og hraða." En vonir um að þær næðu fram að ganga tóku þó fljótt að blikna. Á tillögurnar skyggði djúpstæður ágreiningur milli hinna ýmsu ríkjahópa, milli ríku iðnríkjanna og fátæku þróunarlandanna, og innbyrðis milli ríkjanna sem mest fé leggja fram til starfsemi SÞ. Til að bæta gráu ofan á svart hafa ásakanir um misferli og spillingu í stjórnkerfi SÞ í tengslum við hina svonefndu "olíu fyrir mat"-áætlun SÞ í Írak komið mjög upp á yfirborðið einmitt nú í aðdraganda leiðtogafundarins, þar sem til stóð að teknar yrðu tímamótaákvarðanir um aukið og breytt hlutverk SÞ á 21. öld. Í dag verður afgreidd lokaályktun 60 ára afmælisleiðtogafundar samtakanna. Vegna áðurnefnds ágreinings segir fátt í henni um hvernig þau verði bezt í stakk búin til að standast kröfur tímans. @.mfyr:Óþol Bandaríkjamanna Þann 17. júní í sumar samþykkti Bandaríkjaþing lög um að skera framlög Bandaríkjanna til SÞ niður um helming fram til ársins 2008 ef ekki yrði tilteknum skilyrðum fullnægt um breytingar á starfsháttum stofnunarinnar. John Bolton, nýr sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ, lagði fram breytingartillögur í hátt í 500 liðum við þær umbótatillögur sem Annan lagði fram í vor. Þessi harkalega stefna Bandaríkjamanna gagnvart SÞ er reyndar ekki ný, en hún náði nýju hámarki með þessu. Bandaríkin hafa árum saman stundað að neita að standa við greiðslur til SÞ af pólitískum ástæðum - og vegna fyrirvara um tryggingar fyrir því að féð hverfi ekki í óskilvirkni - og spillingarhít. Bandarískir ráðamenn hafa lengi átt bágt með að umbera það sem þeir álíta vera óskilvirkt skriffinnskubákn, sem þar að auki framleiði ályktanir sem gangi gegn hagsmunum Bandaríkjanna (og skjólstæðings þeirra Ísraels). Ríkisstjórn George W. Bush hefur beitt sér gegn stofnun Alþjóðastríðsglæpadómstólsins, ekki viljað undirrita alþjóðasáttmála um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum, gegn pyndingum, gegn jarðsprengjum og fleira. Og ákvörðun Bush-stjórnarinnar um að gera innrás í Írak án þess að hafa til þess umboð SÞ hefur bæði grafið undan trúverðugleika SÞ og ýtt undir sannfæringu margra minni þjóða um mikilvægi þess að styrkja SÞ til þess einmitt að þær geti veitt meintum yfirgangi bandaríska heimsveldisins mótstöðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira