Innlent

Leikskólabörn send heim

Útlit er fyrir að senda þurfi allt að fjörutíu leikskólabörn heim daglega af leikskólanum Rjúpnahæð í Kópavogi frá og með næstu mánaðamótum. Ekkert hefur gengið að ráða starfsmenn í lausar stöður og nokkrir starfsmenn láta af störfum um mánaðamótin. Ragnheiður Gróa Hafsteinsdóttir aðstoðarleikskólastjóri segir að þegar hafi þurft að senda börn heim í veikindum starfsmanna og að útlit sé fyrir að ekki verði hægt að manna eina til tvær deildir eftir mánaðamót. Átján til tuttugu og tvö börn eru á hverri deild og verður reynt að loka deildum til skiptis svo álagið lendi ekki allt á sömu fjölskyldunum. Vandinn er ekki bundinn við leikskólann Rjúpnahæð því fleiri leikskólar hafa þurft að draga úr þjónustu sinni og stytta opnunartíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×