Erlent

Allawi vill halda embættinu

Iyad Allawi, forsætisráðherra írösku bráðabirgðastjórnarinnar, tilkynnti í gær að hann hefði myndað nýtt bandalag sem berðist fyrir því að hann yrði áfram forsætisráðherra. Hann sagði markmið bandalagsins að berjast fyrir að við tæki ríkisstjórn sem hefði fulla trú á Írak og þeim viðhorfum sem það byggi á. Sameinaða íraska bandalagið, sem ræður rúmlega helmingi þingsæta, hefur tilnefnt Ibrahim al-Jaafari forsætisráðherraefni sitt en þarf stuðning annarra flokka til að fá það í gegn. Óvíst er hvaða stuðnings Allawi nýtur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×