Erlent

Sagður hafa ætlað að myrða Bush

Bandaríkjamaður af arabískum uppruna hefur verið ákærður fyrir að skipuleggja morðtilræði við George Bush Bandaríkjaforseta. Í ákæru á hendur manninum segir að hann hafi tvívegis lagt á ráðin um það með öðrum manni hvernig ráða mætti forsetann af dögum. Ætlunin hafi verið að skjóta Bush eða sprengja bílsprengju í námunda við hann. Maðurinn hefur verið í fangelsi í Sádi-Arabíu í tuttugu mánuði, sakaður um aðild að hryðjuverkasamtökum. Hann lýsti því yfir fyrir dómi í gær að hann hefði ítrekað mátt þola pyntingar í fangelsinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×