Erlent

Líkir fóstureyðingum við helför

Jóhannes Páll II páfi, sem þekktur er fyrir andstöðu sína við fóstureyðingar, líkir þeim við helför gyðinga í nýrri bók sem hann hefur sent frá sér. Hann segir að hvort tveggja séu afleiðingar þess að stjórnvöld setji sig upp á móti guðdómlegri forskrift, í báðum tilfellum undir merkjum lýðræðis. "Þing sem samþykkja slík lög verða að gera sér grein fyrir að þau fara út fyrir valdsvið sitt og eru í opinni andstöðu við lög guðs og náttúrunnar," segir páfi í bók sinni og vísar þar til löggjafar þar sem fóstureyðingar hafa verið lögleiddar. Þýski kardínálinn Josef Ratzinger, sem hefur haft mikil áhrif innan rómversk-kaþólsku kirkjunnar í valdatíð Jóhannesar Páls II, sagði í samtali við BBC að páfi væri þrátt fyrir þetta ekki að leggja fóstureyðingar og helför gyðinga að jöfnu. "Hann dregur athygli okkar að viðvarandi freistingu mannkyns og þarfarinnar á að gæta þess að falla ekki í freistni," sagði Ratzinger þegar útgáfa bókarinnar var kynnt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×